Styð þessa fyrirhuguðu ríkisstjórn

Sem stuðningsmaður Pírata vona ég heitt og innilega að þessi ríkisstjórn nái að fæðast. Hvað annað er í stöðunni? Skrímslastjórn Bjarna og Sigmundar! Það má ekki verða. Reyndar er sagt að þessi stjórn muni aðeins hafa eins manns meirihluta. Ég sé ekki að Sigmundur muni sinna þingmennsku í stjórnarandstöðu þannig að meirihlutinn er þá 32-30, ekki satt?


mbl.is Spyr hvort forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin frétt á mbl.is

Er þá verið að segja að Microsoft sé hætt að selja stýrikerfi? Auðvitað er það ekki svo. Windows 8, t.a.m., er örugglega áfram í sölu. Með það, annars góða stýrikerfi, verður örugglega hægt að fara ódýrt eða ókeypis upp í Windows 10 þegar það verður gefið út. Vinsamlegast leiðréttið mig eða fjarlægið þessa furðufrétt.
mbl.is Hætta sölu Windows 7 og 8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráðlaus hleðsla í náttborðinu

Sem farsímaeigandi til margra ára þekki ég vandræðin við að hlaða batterí símans. Batterí símanna duga aðeins nokkra daga og þá þarf að setja þá í hleðslu. Hleðslutækin eru kannski ekki mjög stór en hafa kapal sem liggur í símann og auðvitað í veggrafmagn.

Um daginn keypti ég mér þráðlaust hleðslutæki í Hátækni á 12.995 kr. Hleðslutækið (DT-900) hleður með svokallaðri Qi tækni. Nokkrar símtegundir taka þessari hleðslu, t.a.m. nýir Nokia Lumia símar. Ég á sjálfur frábæran Lumia 920 síma.

Þar sem að hleðslutækið hleður símann þó að hann sé í nokkurra sentimetra fjarlægð þá ákvað ég að koma hleðslutækinu fyrir í náttborðinu. Hleðslan getur farið fram í gegn um borðplötu sé hún ekki þykkri en 5 mm. Ég byrjaði því á að taka borðplötuna af náttborðinu og snúa henni við. Ég gerði dæld í borðplötunu á þeim stað sem mér þykir gott að leggja símann frá mér á kvöldin.

Dældin komin

 

Dældin komin í borðplötuna svo þykktin sem eftir er sé ekki meiri en ca. 5 millimetrar. Á myndinni eru verkfærin sem notuð voru.

Hleðslutkinu komið fyrir

 

Síðan er sjálfu hleðslutækinu komið fyrir í dældinni og það fest þar. Á myndinni eru verkfærin sem notuð voru og skrúfur og spennur.

 

P1040715

 

Loks er borðplatan aftur sett á náttborðið. Þegar síminn er lagður nokkurn veginn yfir hleðslutækinu þá finnur síminn fyrir tækinu og hleðslan byrjar. Allt mjög snyrtilegt og frábært í alla staði. Mig langar til að nefna það hér að fyrir svefninn lækka ég hljóðtilkynningar tölvupóstsins svo hann trufli ekki nætursvefninn.

Hér er linkur þar sem þessari aðferð er vel lýst:

http://www.youtube.com/watch?v=xZo2pA0Qc9U


Gæti orðið eldri en þessi Carmelo

Þessi Carmelo segist vera 123 ára. Hvort sem það sé satt eða ekki langar mig að segja hér frá því sem ég upplifði í morgun. Þá hafði ég farið í blóðþrýstingsmælingu hjá lækninum mínum. Þegar læknirinn sá niðurstöðu blóðþrýstingmælingarinnar þá sagði hann: "Davíð, þú ert með blóðþrýsting fermingarstúlku"!

Ég fór því ánægður heim með þessi orð læknisins. Fermingarstúlkur ættu að geta átt 75 ár ólifuð svo ég gæti því orðið 125 ára og slegið þetta ótrúlega met bólivíska hirðisins.


mbl.is Kveðst vera elsti maður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí á Suðurlandi

Síðustu viku hefur fjölskyldan verið í sumarfríi á Suðurlandi í frábæru veðri. Síðustu helgi fórum við á Hvolsvöll þar sem við fengum hús tengdaforeldranna meðan þau voru í hestaferðalagi. Á mánudag  fórum við aðeins í kringum Hvolsvöll, m.a. fórum við undir Seljalandsfoss og í kaffi í kaffihús Önnu undir Eyjafjöllum.

Júlí 2012 045 

Hildur Davíðsdóttir undir Seljalandsfossi 

Um kvöldið fórum við í mat á Hellishólum í Fljótshlíð þar sem ég borðaði frábæran hamborgara sem hét Eyjafjallaborgari.

Daginn eftir var farið í Þórsmörk þar sem við enduðum í Básum í Goðalandi. Lítið var í ánum svo ég nýtti tækifærið og lét konuna um að aka yfir árnar Smile. Það að aka yfir jökulár getur verið dauðans alvara svo nauðsynlegt er að fara rétt að hlutunum. Hér er frábær grein eftir Halldór J. Theódórsson um þessu hluti.

Á miðvikudeginum slóst konan í hópinn í hestaferð foreldra sinna þar sem þau riðu um Landeyjar. Á meðan fór ég ásamt krökkunum til Vestmannaeyja með Herjólfi.

 Júlí 2012 060

Hildur Davíðsdóttir og Ágúst Viðar Davíðsson í Eyjum

Í Eyjum spásseruðum við um bæinn og kíktum m.a. á Sprangið.

Í dag fór ég með konunni í Grændal við Hveragerði. 

Júlí 2012 073

Sigrún Ágústsdóttir í Grændal 

Í Grændal eru engir göngustígar svo betra er að fara með gát því þar er fullt af hverum og heitu vatni. Dalurinn sjálfur er gróinn enda ber hann nafnið Grændalur.

Júlí 2012 079

Davíð Pálsson í Grændal 

Næsti dalur fyrir vestan Grændal er Reykjadalur en um hann fer mikið af ferðafólki. 


Ótrúlegt símasamband!

Um síðustu helgi fór ég til Svíþjóðar með dóttur minni til að heimsækja systurdóttur mína sem býr í Växjö. Dóttir mín varð eftir hjá henni og verður til mánaðamóta. Ég hef aldrei verið mikið fyrir Apple vörur en keypti samt Ipod touch og gaf dóttur minni. Í Växjö kostaði Ipodinn sem svarar um 29 þús. íslenskum krónum. Í þessum nýja Ipod þá er m.a. hægt að keyra Skype símaforritið. Dóttir mín er á þráðlausu neti systurdóttur minnar.

Eftir að ég kom heim þá höfum við getað verið í góðu myndsímasambandi við dóttur mína sem hefur til þess notað Ipod touch-inn.

Í gær þegar við hringdum til Svíþjóðar þá var systurdóttur mín í Skypesímtali við mömmu sína, systur mína, þar sem hún er stödd í Amman í Jórdaníu hjá annarri dóttur sinni sem þar býr.

Þær mæðgur voru með sitthvorn Ipadinn í myndsímtali. Dóttur mín fór og miðaði Ipodinum á Ipad systurdóttur minnar og gátum við því öll verið í þessu myndsímtali; systir mín í Jórdaníu, dóttir mín og frænka í Svíþjóð og við á Íslandi. Skype býður upp á frí símtöl, Skype notenda á milli hvar sem þeir eru.

Ég sem er búinn að vinna í tæknigeiranum síðan 1995 gat ekki annað en sagt: "Major breakthrough in modern science"!


Mikla þolinmæði þarf til að nota metan

Ég er á metan bíl frá Volkswagen. Ég get tekið undir þessa frétt. Manni hálfkvíðir alltaf fyrir því að taka metan hjá N1 Bíldshöfða. Ég vissi ekki af því að N1 væri með aðra dælu í Hafnarfirði. Verð að skoða það. Á Bíldshöfða er alltaf biðröð, enda er dælan aðeins ein, með tveimur slöngum og dæling tekur talsvert lengri tíma en að taka bensin eða olíu. Metantankurinn á Volkswagen bílnum dugir í ca. 300 km. akstur.

Eins og fram kemur í fréttinni þá er dælan á Bíldshöfða oft kraftlaus þannig að það næst ekki að setja á nema 3/4 tanksins og þá kemst maður enn styttra á tanknum.

Vonandi stendur þetta til bóta en upplýsingar frá N1 gefa ekki góð fyrirheit um það, því miður. Kosturinn við metannotkun er auðvitað talsvert minni kostnaður og hreinni orkunotkun.


mbl.is Metanbílaeigendur í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga þeir að gera sem vilja leggja forsetaembættið niður?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að rétt væri að leggja forsetaembættið niður. Hef reyndar aldrei kosið í forsetakosningum. En hvernig á ég að sýna þessa skoðun mína? Á ég að fara á kjörstað og skila auðu? Slíkt mætti reyndar túlka þannig að ég væri þá ekki sáttur við neinn frambjóðandann en þó ekki forsetaembættið fyrst ég fór á kjörstað og greiddi þar atkvæði.

Annað mál er að íslenska þjóðin mun seint geta fullþakkað Ólafi Ragnari fyrir hans hjálp við að stöðva fyrri Icesave hryllinginn.


Titanic reynist ósökkvandi

Í gær föstudaginn 13. ákvað ég að laga ljós heima hjá mér sem mér hafði mistekist að gera við fyrir viku síðan. Og viti menn, nú kviknaði ljósið eðlilega - með dimmer og öllu!

Í gærkvöldi ákvað ég síðan í tilefni dagsins að sjá aftur mesta óhapp allra tíma í Titanic 3D. Myndin er nú í þrívídd og verð ég að segja að þrívíddin gerir ekki mikið fyrir myndina en hún er samt frábær skemmtun eins og þegar ég sá hana fyrir 15 árum.

Myndin varð þá vinsælasta kvíkmynd sögunnar en ein mynd hefur náð að skáka henni í vinsældum síðan, en það er myndin Avatar sem sami leikstjórinn, James Cameron, gerði. Hann ákvað núna í tilefni aldarafmælis Titanic slyssins að gefa Titanic út aftur en nú í þrívídd. Í nótt, aðfararnótt 15. apríl verður ein öld frá slysinu.

Og enn fer fólk að sjá Titanic og sagan af þessu hörmulega sjóslysi lifir áfram, þar sem stærsta farþegaskip sem þá hafði verið byggt, sem sagt hafði verið ósökkvandi, rakst á ísjaka og sökk. En minningin um Titanic virðist vera ósökkvandi.


Sigurstranglegustu lögin skilin eftir

Lagið sem vann í gær, Mundu eftir mér, er auðvitað ágætt í flutningi þeirra Jónsa og Gretu. Reyndar kannast enginn af þeim sem ég hef talað við að hafa kosið lagið en það er annað mál. Nokkrir þeirra sem ég hef heyrt í segjast hafa kosið lagið Hey, en eins og ég hef áður bent á þá hefði það lag aldrei átt heima í úrslitum Eurovision í maí.

Í gær voru hins vegar tvö mjög góð lög sem hefðu átt sterka sigurmöguleika í Aserbaídsjan í vor. Annars vegar var það hitt lag Gretu; Aldrei sleppir mér, sem var einstaklega flott lag og það sem meira var að það býður upp á svo ótrúlega magnaðar útsetningar. Það reynir því miður aldrei á það.

Hitt lagið var númer tvö í gær en það var lagið Stattu upp með Bláum Ópal. Það lag er er fjörugt og grípandi við fyrstu hlustun, en það er einmitt það sem skiptir mestu máli í sjálfri keppninni.

Samt sem áður óska ég Gretu og Jónsa góðs gengis í Baku.


mbl.is Jónsi og Greta til Bakú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband