Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þjóðstjórn strax til endurræsingar landsins

Nú þyrfti að koma á þjóðstjórn til þess að koma Icesave frá, hleypa lífi í atvinnulífið og koma þjóðfélaginu aftur í gang. Jóhanna og Steingrímur hafa svo augljósan persónulegan hag af því að sem verstir Icesave samningar náist, hvað svo sem þau segja. Ólafur Ragnar þyrfti því að koma á þjóðstjórn hið allra fyrsta. Ef ég mætti ráða gæti ráðherralistinn litið svona út:

Samfylking:
   Guðbjartur Hannesson
   Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Sjálfstæðisflokkur
   Kristján Þór Júlíusson
   Unnur Brá Konráðsdóttir

Vinstri Græn
   Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
   Atli Gíslason

Framsóknarflokkur
   Eygló Harðardóttir
   Sigurður Ingi Jóhannsson

Hreyfingin
   Þór Saari

Af þessum lista gæti Guðbjartur tekið forsætið að sér en hin myndu skipta restinni milli sín.


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir tímar í Kópavogi

Svona hyggst ég kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á morgun:

1. Hildur Dungal
2. Aðalsteinn Jónsson
3. Sigurjón Sigurðsson
4. Karen E. Halldórsdóttir
5. Kjartan Sigurgeirsson
6. Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
7. Benedikt Hallgrímsson

Kópavogur

Þarna kýs ég engan af þeim sem biðja um endurkjör enda finnst mér þeirra tími liðinn.

Hildi hef ég trú á að geti gert góða hluti fyrir bæinn.

Aðalsteini hef ég kynnst þar sem hann hefur verið kennari í íþróttaskóla Breiðabliks (þar sem drengurinn minn tekur þátt). Aðalsteinn hefur því mitt fyllsta traust.

Sigurjón er formaður HK (sem dóttir mín æfir og keppir með) og þó ég þekki ekki Sigurjón þá veit ég af reynslu að HK er gott félag.

Karen held ég að hafi rétta karakterinn í bæjarstjórnina. Pabbi hennar segir hana sjálfstæða og ég trúi því.

Kjartan er forritari og slíkir menn hugsa örugglega skýrt.

Jóhanna Heiðdal er vel menntuð og örugglega fær kona.

Benedikt er ungur og vonandi með hjartað á réttum stað.


Aukning atvinnuleysis

Hér má sjá hvernig atvinnuleysi hefur snaraukist í Bandaríkjunum síðustu misseri. Gagnlegt væri að sjá hliðstæða mynd yfir þessa þróun hjá íslenskum sveitarfélögum. Væntanlega eru það Vinnumálastofnun eða Hagstofan sem búa yfir þessum upplýsingum fyrir Ísland.

Það hlýtur að vera keppikefli hvers sveitarfélags að lágmarka hjá sér atvinnuleysi með öllum tiltækum ráðum. Með því að sýna þróunina á svona grafískan hátt gæti það hugsanlega leitt til minna atvinnuleysis, með auknum aðgerðum á viðeigandi stöðum.


Þjóðartekjur hrynja - mun þá meðalævin styttast?

Efnahagshrunið á eftir að hafa mikil áhrif á þjóðina til langs tíma. Sumir benda á að þetta geti orðið til góðs og að við getum byggt upp heilbrigðara samfélag á rústum hins hrunda.

Eitt sem vert er að hugsa um er að hugsanlega mun hrunið stytta meðalævi okkar, sjá:

http://www.flixxy.com/worldwide-life-expectancy-income-changes.htm


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband