Enn mun bensínið hækka, en...

Bensínið mun trúlega stórhækka í verði fram á sumarið og nú er talað um vegtolla í ofanálag eins og bifreiðaeigendur séu ekki skattlagðir nóg. En þegar setja á vegtolla eftir fáein ár (miðað við nýjustu hugmyndir) þá mætti lækka skattinn á bifreiðaeldsneyti um helming að mínu mati.

Það er tóm vitleysa að láta mann margborga fyrir nýja vegi. Eru göngin undir Hvalfjörð ekki þegar greidd?

Héðinsfjarðargöng

Annað varðandi vegtollana. Tollhliðin eiga að vera ómönnuð. Annað er tóm vitleysa. Hugsanlega er þó hægt að verja mönnun tollhliðs við Hvalfjarðargöngin með einhverju öryggishlutverki. En eins og ég segi þá ættu þau að vera ómönnuð. Þannig gæti t.d. verið tollhlið við nýju Héðinsfjarðargöngin.


mbl.is Olíuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband