Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Styð þessa fyrirhuguðu ríkisstjórn

Sem stuðningsmaður Pírata vona ég heitt og innilega að þessi ríkisstjórn nái að fæðast. Hvað annað er í stöðunni? Skrímslastjórn Bjarna og Sigmundar! Það má ekki verða. Reyndar er sagt að þessi stjórn muni aðeins hafa eins manns meirihluta. Ég sé ekki að Sigmundur muni sinna þingmennsku í stjórnarandstöðu þannig að meirihlutinn er þá 32-30, ekki satt?


mbl.is Spyr hvort forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu sökudólgarnir!

Ég missti vinnuna í hruninu, eða í október 2008. Þá taldi ég mig strax sjá þrjá höfuðsökudólga hrunsins, en það voru þeir Jón Ásgeir, Sigurjón Landsbankastjóra og Geir Haarde. Síðar hef ég reyndar bætt Björgólfi Thor inn á þennan lista en auðvitað áttu talsvert fleiri sinn þátt í hruninu.

Jón Ásgeir tel ég fyrstan upp vegna brjálaðrar skuldsetningar í ýmsar mishæpnar fjárfestingar og meðferðar hans á fjármunum síðustu árin fyrir hrun. Sigurjón tel ég upp vegna Icesave sem hann svo glórulaust fagnaði sem tærri snilld þegar milljarðarnir runnu inn á hávaxtareikninga Landsbankans frá annars lítt varkárum Englendingum og Hollendingum.

Geir Haarde átti að mínum dómi stóra sök í hruninu. Það var hann sem var forsætisráðherrann og hafði verið fjármálaráðherra árin í aðdraganda hrunsins. Geir er hámenntaður hagfræðingur og treysti ég því best sem hann sagði um íslensk efnahagsmál, alveg að hruninu. Það mátti ekki skilja á honum að nein sérstök hætta væri yfirvofandi. Nei, hann vildi ekki gera neitt og virtist vona að þetta myndi reddast.

Aðrir ráðherrar í stjórn hans voru allir vitleysingar sem aldrei hefðu átt að verða ráðherrar. Það var og er mín skoðun.

Nú er sagt að eftir 2006 hafi verið of seint að bjarga þjóðarskútunni og það má vel vera rétt. En hvað hefði Geir þá átt að gera?

Jú, hann með alla sína hagfræðimenntun og þá aðstöðu sem hann hafði sem forsætisráðherra til að sjá allar hagstærðir Íslands hlaut að sjá að staðan var orðin grafalvarleg. Hann hefði því átt að vara þjóð sína við vandanum og segja henni að búa sig undir erfiða tíma. Hvetja fólk til að greiða niður sínar skuldir og gæta hófs í öllum fjárfestingum.

Þá segja einhverjir að bankarnir hefðu ekki þolað slíkar aðvaranir frá forsætisráðherra. Eins og ég nefndi áðan þá var talið of seint að bjarga landinu eftir 2006 og forsætisráðherrann hefði auðvitað átt að reyna að bjarga þjóð sinni frekar en bönkunum.


mbl.is Mun skjóta máli til Mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú birtir yfir landinu!

Fyrst eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir Icesave III lögin sýndu skoðanakannanir að umtalsverður meirhluti þjóðarinnar myndi samþykkja samninginn. Síðan hafa vikurnar liðið og fólki gefist færi á að kynna sér samninginn. Lögin voru svo send inn á hvert heimili um daginn. Hræðsluáróður Já-sinna hefur gengið fram af fólki og nú virðist gefið að NEI verði sem betur fer niðurstaðan.

Nei-rökin eru líka langtum sterkari en Já-rökin svo heilbrigð skynsemi getur ekki sagt manni annað en að kjósa NEI!


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin verður að fara frá

Ef allt færi að óskum og samningurinn yrði felldur þá yrðu Bretar og Hollendingar mjög ósáttir við að íslenska ríkisstjórnin sæti áfram. Það yrði okkur líka mjög óhagstætt ef stjórnin þráaðist við í stólum sínum því engum er verr treystandi til að verja íslenska hagsmuni í hugsanlegu dómsmáli ef málið endar þar. M.ö.o. þá er það lífsspursmál fyrir þjóðina að samningurinn verði felldur og stjórnin fari frá. Og þá er ég ekki að mæla með þeim þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem styðja Icesavesamninginn.
mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin vill tapa málinu

Það er greinilegt á fyrstu viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við ákvörðun forsetans að hún vill tapa málinu aftur. Stjórnin öll hefur verið mjög neikvæð og óánægð með að þjóðin fái að segja sitt álit.

Ef þau hefðu einhvern áhuga á að fá samþykki þjóðarinnar þá hefðu þau átt að taka þessu fagnandi án undantekninga, sannfærð um að þjóðin væri henni sammála, að samningurinn væri besta lausnin fyrir Ísland.

Það er auðvitað skiljanlegt að 98-2 tap í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðast svíði sárt. Einhverntíma þótti 14-2 tap rosaleg rassskelling.


mbl.is Þjóðin kýs að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

98-2 og samt er það ekki skilið

Jón Ingi og Páll. Hvað var það við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra sem fór 98-2 sem þið skilduð ekki? Skrif ykkar eru skelfing sorgleg en hugsanlega munið þið aldrei átta ykkur á því.

Heill og heiður þeim sem hafa barist gegn því að skuldir útrásarglæpamanna séu settar á saklausa íslenska þjóð áratugi fram í tímann.

Þeir sem endilega vilja setja þessa skuld á framtíðarkynslóðir ættu þá að birta nákvæman lista yfir þá sem fengu þennan Icesave-pening svo fólk gæti séð fyrir hvern það er að borga. Sjálfsagt hefur eitthvað af þessum pening farið til þeirra Alþingismanna sem nú vilja ólmir að börn annara Íslendinga greiði þetta.


mbl.is Farið yfir undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosning á Stjórnlagaþing

Hef verið að ígrunda hvern skuli kjósa á Stjórnlagaþingið. Ég er frjálshyggjumaður en finnst illa hafi verið farið með frjálshyggjuna síðasta áratuginn á Íslandi. Grundvallarregla í minni bók er að frelsi fylgir ábyrgð. Útrásarvíkingarnir og þeirra lið virtist a.m.k. alls ekki gera sér neina grein fyrir því að frelsinu fylgdi nokkur einasta ábyrgð.

Nú þegar tæp vika er til kjördags þá er ég helst á því að kjósa Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur (7319) í fyrsta sætið og Ómar Ragnarsson (9365) í annað. Á eftir að ákveða fleiri á minn lista.

Ég efast um að Jakobína sé nokkuð hrifin af frjálshyggju en ég er ekki í nokkrum vafa um að hún hafi hjartað á réttum stað og vilji þjóð okkar vel. Ég treysti henni.

Ómar er víðsýnn maður og mér hefur lengi þótt hans skoðanir og áherslumál til mikillar fyrirmyndar.

Hafði reyndar haft í hyggju að kjósa Jónas Kristjánsson þar sem ég er svo sammála honum um að gera þjóðfélagið gegnsærra. Jónas hefur hins vegar verið að hrauna ómálefnalega og ósanngjarnt yfir hin góðu Hagsmunasamtök Heimilanna upp á síðkastið. Jónas get ég því alls ekki kosið.

Annað er að mig grunar að á Stjórnlagaþingið verði kosið svo ólíkt fólk sem ekki muni koma sér saman um neina skýra sameiginlega niðurstöðu.


Örvænting og ofsareiði

Þegar Alþingi var sett í dag voru þúsundir manna á Austurvelli og augljóst var að örvænting og ofsareiði var ástæðan fyrir komu flestra þeirra þangað. Augljóst segi ég, en ríkisstjórnin og flestir þingmanna er algerlega ólæs á þjóðina og því hafa sjálfsagt flestir þingmanna hugsað mótmælendum þegjandi þörfina.

Einhverra hluta vegna virðist ríkisstjórnin aldrei sjá heildarmyndina. Allt sem hún gerir er bara til að skrúfa niður atvinnulífið og möguleika almennings til að komast af. Og það sem verst er, að hún hún skrúfar niður von, þor og kjark þjóðarinnar til að berjast áfram í þessu.

Það sem vantar er forsætisráðherra sem getur talað við þjóðina og fyllt hana sannfæringu um að hann sé með ráð og vissu um að ráðin gangi upp. Þessi ráð þurfa að vera réttlát og sýna allri þjóðinni jafnræði og sanngirni. Svo mýmörg dæmi um afskriftir hjá auðmönnum sýna þjóðinni alls ekki jafnræði og sanngirni. Hvers vegna er þjóðinni boðið upp á þetta?

 

Getur verið að það sé Samfylkingin sem sé eitrið í stjórninni. Róbert Marshall var í fjölmiðlaviðtali og niðurlægði sig fyrir þjóðinni með yfirgengilegu bulli, sjá; http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1101104/. Og nú er Björgvin G. Sigurðsson kominn aftur kampakátur inn á þing. Þjóðin á til miklu betra fólk og á svo miklu betra skilið.

Ég er á því að skipta þurfi öllum þingmönnum sem voru á þingi fram að hruni út. Fyrr er einskis góðs að vænta frá Alþingi.

Skilanefndir bankanna þurfa tíma

Skilanefndir hafa margt annað að gera en að leggjast í rannsóknir á öllum reikningum í gömlu bönkunum. Það er því ekki svo óeðlilegt að þeir hafi ekki borið fram nein mál til skattrannsóknastjóra. Eitthvað yrði fundið að því ef einhver fáein mál yrðu borin fram.

Skilanefndirnar þyrftu að gefa sér tíma í þetta og vonandi geta þær lokið því áður en þessi mál fyrnast. Væntanlega þyrftu skilanefndirnar að ráða til sín sérfræðinga á sviði skattalaga.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown um Írakstríðið

Þegar Gordon Brown var um daginn í viðtali við fréttamann þá var hann spurður um þáttöku Breta í Írakstríðinu og um rannsókn breska þingsins á því. Brown svaraði með því að spyrja fréttamanninn; Bentu mér á hermann sem aldrei hefur gert nein mistök og þá skal ég benda þér á hermann sem aldrei hefur unnið sigra!

Hugsanlega er þessi frasi fenginn frá öðrum en ég fór að velta fyrir mér hvort ekki mætti yfirfæra þennan frasa með því að segja - Bentu mér á starfsmann sem aldrei hefur gert nein mistök og þá skal ég benda þér á starfsmann sem aldrei hefur náð neinum árangri! Þetta er kannski ekki alveg algilt en gæti verið nokkuð nálægt lagi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband