Nokkur orð um söngvakeppnina

Fyrir keppnina var ég viss um að lag Örlygs Smára myndi sigra og að lag Óskars Páls og Bubba yrði í öðru sæti. Þetta kom ekki á óvart. Röð næstu laga hefur ekki verið gefin upp en ég myndi ætla að hún hefði verið þessi: 3. sæti Waterslide, 4. sæti Gleði og glens, 5. sæti The One og 6. sæti Out Of Sight.

eurovision

Í gærkvöldi var söngur flestra langt undir getu. Kannski hefur einhver hálsbólga verið að ganga?

Eitt sem mér finnst lélegt hjá Sjónvarpinu en það er lýsingin á settinu. Söngvarar eru illa upplýstir og sviðsmyndin dimm. Þetta hefur verið gegnumgangandi í sjónvarpsþáttum hjá RÚV og er kannski einhver ákvörðun þeirra sem vill láta allt líta út eins og um myrkraverk sé að ræða.

RÚV menn. Berið saman Jóhönnu Guðrúnu syngja í þættinum í gær og Jóhönnu Guðrúnu syngja í Moskvu í fyrra. Bókstaflega eins og svart og hvítt!


mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband