Skilanefndir bankanna þurfa tíma

Skilanefndir hafa margt annað að gera en að leggjast í rannsóknir á öllum reikningum í gömlu bönkunum. Það er því ekki svo óeðlilegt að þeir hafi ekki borið fram nein mál til skattrannsóknastjóra. Eitthvað yrði fundið að því ef einhver fáein mál yrðu borin fram.

Skilanefndirnar þyrftu að gefa sér tíma í þetta og vonandi geta þær lokið því áður en þessi mál fyrnast. Væntanlega þyrftu skilanefndirnar að ráða til sín sérfræðinga á sviði skattalaga.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég get ekki ímyndað mér að skilanefndir hafi hæfi eða hæfni til að rannsaka þessi mál. Þeim ber einfaldlega að kalla til skattayfirvöld og afhenda þeim pakkann til skoðunar, -refjalaust!

Kristján H Theódórsson, 16.3.2010 kl. 14:50

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Lög um bankaleynd hindra skilanefndir í að afhenda skattayfirvöldum pakkann. Þeim lögum þyrfti að breyta fyrst.

Davíð Pálsson, 16.3.2010 kl. 15:02

3 identicon

Hvaða bankaleynd? Mér vitanlega var afnumin bankaleyndin í birjun árs 2009 a.m.k af almenningi þ.m.t. öldruðum og öryrkjum þessa lands. Starfsfólk skilanefnda bankana eru með það góð laun að þeir ættu að geta unnið töluvert af næturvinnu ef miðað er við almenn laun í landinu. Ég hef heyrt töluna fimm milljónir á mán fyrir lögfræðistörf og þætti mörgum gott, þó þeir hefðu ekki nema part af þeim launum. Einnig verð ég að minna á að skilanefndirnar eru búnar að hafa eitt og hálft ár til að vinna sér í launasjóð svo það er kominn tími til að sýna árangur,ekki satt?

Laufey (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Davíð Pálsson

Tek undir þetta. Reyndar hef ég lengi talið að of há laun kæmu niður á skilvirkni og fullum heiðarleika við vinnu. Sé einhver með 5 milljónir í mánaðarlaun þá getur sá engan veginn haft báða fætur á jörðinni til að skila góðu starfi.

Ég gæti nefnt nokkur nöfn Íslendinga sem vinna og hafa alltaf unnið frábært starf og allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa aldrei verið á ofurlaunum.

Davíð Pálsson, 16.3.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband