Lánshæfnismat í einhverju rugli

Það vekur undrun mína að Bandaríkin skuli áfram vera með bestu lánshæfnismatseinkunn, eða AAA þrátt fyrir allar þeirra efnahagsþrengingar og brjálaðar skuldir. Skuldir sem sumir segja aldrei verða borgaðar.

Ísland sem erlendir aðilar hafa sagt eigi sér öfundsverðar framtíðarhorfur (og ekki hef ég heyrt það tekið til baka) er hins vegar með miklu slakara lánshæfnismat, gott ef ekki í ruslflokki.

Ég skil þetta ekki alveg.


mbl.is Einungis fyrsta skrefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef gengið er út frá 1 USD fyrir 115 IKR þá skulda BNA ca 1690 milljarða ef factor 1000 er milli íbúafjölda Íslands og BNA. Með öðrum orðum þá eru skuldir BNA ívið hærri en íslands pr íbúa. Munurinn er sá að skuldir BNA eru allar í eigin gjaldmiðli þe. dollaranum - okkar eru það ekki og þar er mikill  munur á.

Annað ekki síðra atriði þá eru BNA mönnum ekki jafn umhugað um að hjálpa meðborgurum sínum þannig að það eru ekki sömu framtíðarskuldbindingar þar eins og hjá okkur Evrópumönnum (td. lífeyrir, sjúkrakostnaður og dvalarheimili).

Svo er kannski mikilvægasta atriðið það að matsfyrirtækin eru öll á Wall Street og það er einfaldlega of mikið undir hjá þeim sjálfum til að vera að kukla eitthvað í þessu. 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 21:08

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Heldur þú virkilega, Davíð, að bandarískt matsfyrirtæki myndi þora að lækka lánshæfismat Bandaríkjanna.  Dream on.  Þetta er allt hluti af sömu svikamyllunni og eins og Magnús Orri bendir á, þá er of mikið undir fyrir matsfyrirtækin til þess að þau geri breytingu.

Marinó G. Njálsson, 3.8.2011 kl. 01:27

3 identicon

in.reuters.com/article/2011/08/03/idINIndia-58591220110803

Rúnar B (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 09:18

4 identicon

http://in.reuters.com/article/2011/08/03/idINIndia-58591220110803

Rúnar B (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband