Sissel er fegursta rósin

 

Konan mín var búin að spyrja mig hvenær ég ætlaði með henni í Hörpuna. Ég hafði svarað henni að ég færi með henni þegar Sissel Kyrkjebø yrði í Hörpunni. Svo kynnti Frostrósahópurinn að Sissel yrði með þeim í Hörpu núna 10. des í því sem þau kölluðu Frostrósir Klassík. Svo auðvitað fór ég.

Þarna sungu einsöngvarar nokkur klassísk jólalög, hverjir öðrum betri, þau Garðar Thór Cortes, Hulda Björk Garðarsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson og Ágúst Ólafsson.

Þannig söng Hulda frábærlega Ave Maria Caccini.

Sissel söng nokkur lög, ýmist ein eða með fleirum úr Frostrósahópnum, t.d. Garðari Cortes og ungum pilti, Ara Ólafssyni að nafni. Ari þessi söng með henni lag Andrew Lloyd Webber Pie Jesu. Einnig söng Sissel t.d. lagið Den fagraste rosa. Seinasta lag dagskrárinnar var jólalag sem Sissel kallaði jólalagið sitt, Ó, helga nótt, sem hún gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku! Eftir að hópurinn hafði verið klappaður upp sungu einsöngvararnir, Óperukórinn, drengjakór Reykjavíkur og áhorfendur saman Heims um ból.

Ógleymanlegt kvöld í Hörpu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband