Öryggisuppfærslur fyrir Windows

Að kvöldi annars þriðjudags í hverjum mánuði gefur Microsoft út öryggisuppfærslur fyrir Windows stýrikerfin. Fimm dögum áður má sjá á fréttasíðu Microsoft hvort og þá hvað þeir hyggjast láta frá sér margar öryggisuppfærslur næsta uppfærsludag.

images

Ef um mjög áríðandi öryggisuppfærslu er að ræða þá lætur Microsoft uppfærsluna strax frá sér þannig að þessir þriðjudagar eru ekki alveg heilagir.

Tilkynningarnar sem gefnar eru út nokkrum dögum fyrir útgáfuna segja lítið til um annað en fjölda þeirra og fyrir hvaða Windows útgáfu þær séu. Ef sagt væri nákvæmlega hvaða veikleika væri verið að bæta þá kynnu óprúttnir aðilar að ná að ráðast á veikleikann áður en öryggisuppfærslan berst tölvunotendanum.

Í fyrirtækjum þá er best að öryggisuppfærslur séu aðeins sóttar einu sinni til Microsoft og þá vistaðar á netþjóni fyrirtækisins og þeim deilt þaðan út til útstöðva.

Í dag, sem er annar þriðjudagur mánaðarins mun óvenju mikill fjöldi af öryggisuppfærslum koma frá Microsoft, eða a.m.k. 13 talsins. Ein þeirra, sem sögð er krítísk, er fyrir nýja stýrikerfið Windows 7.

Windows stýrikerfin geta sjálf fylgst með ef uppfærslur eru í boði og þá sótt þær sjálf og keyrt sig inn. Tölvur í fyrirtækjum ættu þó ekki að vera stilltar þannig að þær geti sjálfar sótt uppfærslurnar, til að spara bandbreiddina eins og áður sagði.

Fyrir nokkrum árum gaf Microsoft í eitt skiptið út gallaða uppfærslu svo að margir kerfisstjórar eru enn varkárir með að sækja þessar uppfærslur strax. Microsoft vandar sig orðið mjög vel að gera allar hugsanlegar prófanir á uppfærslunum áður en þeir láta þær frá sér þannig að ég mæli með því að uppfærslurnar séu sóttar eins fljótt og mögulegt er og keyrðar inn til að halda stýrikerfunum fulluppfærðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já...eda voru thaer 14?  Ég athuga stundum daglega hvort uppfaerslur séu adgengilegar.  Kannski vegna thess ad ádur hafdi ég Mac tölvu og hafdi thá engar áhyggjur af skadlegum forritum.

Ég get ekki sagt annad en ad ég sé nokkud ánaegdur med "windows vista-tölvuna" mína.  Töluvert ódýrari en Mac tölvur og miklu hljódlátari...ad vísu klikkadi "módurbordid" en thá var tölvan í ábyrgd.  Klukkan hefur alltaf seinkad sér um nokkrar mínútur daglega..sennilega ekkert haegt ad gera vid thví?

Taakoliz (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband