Loksins eitthvađ jákvćtt til ađ segja frá

Á föstudaginn voru skólaslit í Lindaskóla í Kópavogi og viđ ţađ tćkifćri var haldin vorhátíđ skólans auk leikskólanna tveggja í Lindahverfi. Vorhátíđin tókst mjög vel og mátti sjá mikla gleđi af hverju andliti.

Viđ skólaslit Lindaskóla 5. júní 2009

Eiginkona mín var í undirbúningsnefnd ţessarar hátíđar en komst ekki á síđasta undirbúningfundinn á fimmtudaginn vegna anna annarsstađar og hljóp ég ţá í skarđiđ fyrir hana. Hún var búin ađ segja mér ađ góđ stjórn vćri á undirbúningnum og reyndist ţađ vera hverju orđi sannara. Sú sem stýrđi undirbúningsnefndinni heitir Gígja og kom frá foreldrafélagi leikskólans Núps. Hún hefur ótvírćđa leiđtogahćfileika svo mađur hefur varla séđ annađ eins. Hún hafđi skýra mynd af verkefninu og mikla skipulagshćfileika. Var hvetjandi og úrrćđagóđ. Svo veitti hún hrós ţegar viđ átti ţannig ađ öll verk sem sinna ţurfti voru unnin af gleđi og ánćgju.

Leikskólabörnin ađ syngja á vorhátíđinni 5. júní 2009

Einnig langar mig hér ađ minnast á húsvörđ Lindaskóla sem heitir Jóhannes. Ţađ var sérstaklega ánćgjulegt ađ leita til hans um lausn nokkurra ţátta sem til féllu. Á fimmtudagskvöldiđ var útskriftarhátíđ 10. bekkjar sem Jóhannes sá um ađ hluta. Ţrátt fyrir ađ hann vćri önnum kafinn ţetta kvöld ţá tók hann óskum okkar í undirbúningsnefndinni af mikilli hjálpsemi og ánćgju. Ég veitti ţví athygli ađ nokkrir 10. bekkingar föđmuđu Jóhannes ađ sér ađ skilnađi og verđ ég ađ segja ađ öđruvísi voru húsverđir ţeirra grunnskóla sem ég gekk í. Ţeir voru frekar svona úrillir feitir karlar međ ţykkar lyklakyppur sem áttu lítil samskipti viđ börnin önnur en til ađ skamma ţau. Ţegar húsverđir eru eins og Jóhannes, sem verđa vinir barnanna, ţá er ţađ örugglega til ţess ađ öll umgengni ţeirra verđur mjög góđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband