Windows 7 - hin nýja skilvirkni

win7 

Opinber útgáfudagur næsta stýrikerfis frá Microsoft; Windows 7, verður 22. október, eða eftir 10 daga. Microsoft mun þá verða með sérstaka útgáfuhátíð í New York undir slagorðinu The New Efficiency (Ný skilvirkni), en kynningar og fyrirlestrar um Windows 7 eru þegar hafnar víðsvegar um heiminn.

http://www.microsoft.com/windows/windows-7/features/tour.aspx

Nokkur spenningur er eftir þessu nýja stýrikerfi en síðasta stýrikerfi Microsoft; Windows Vista sem kom út 2006, náði ekki að heilla marga tölvunotendur. Engu að síður þykir Vista mjög gott stýrikerfi og tekur fyrirrennara þess; Windows XP, langt fram um stöðugleika og öryggi. Sjálfsagt lagði Microsoft of mikla áherslu á öryggisþátt Vista, þannig að fólki þótti það full óþægilegt í notkun. Auk þess fengu keppinautar Microsoft að halda uppi ófrægingarherferð án þess að Microsoft reyndi að svara því. Reyndar hefur því verið haldið fram að þó að Microsoft fyndi upp endanlega lækningu við krabbameini þá myndu þeir klúðra kynningu á því svo illilega að hún næði ekki athygli. Nýjar sjónvarpsauglýsingar í Bandaríkjunum með kynningu á Windows 7 þykja heldur misheppnaðar; eins og kynningin sé aðallega fyrir miðaldra húsmæður! http://www.microsoft.com/windows/watchtheads/

Microsoft hefur tekið tillit til óánægjuradda notenda Vista og bætt notendaviðmót Windows 7 til mikilla muna. Eins og í fyrri útgáfum er Windows 7 gefið út í nokkrum útgáfum; Starter, Home Premium, Professional, Enterprize og Ultimate, sjá: http://www.winsupersite.com/win7/win7_skus.asp. Venjulegur kaupandi mun þarna þurfa að velja á milli Home Premium og Professional.

Þar sem margar Windows tölvur tengjast og vinna saman, t.d. hjá fyrirtækjum, þá er notast við netþjón. Þjónninn sem fylgdi Windows XP var Windows 2003 og þjónninn sem fylgdi Vista var Windows 2008. Þjónninn sem er samhæfður Windows 7 er Windows 2008 R2. Windows 2008 R2 kemur út á sama tíma og Windows 7.

Windows 7 gerir ekki meiri vélbúnaðarkröfur en Vista þannig að hafi tölvan ráðið við að keyra Vista þá ræður hún við Windows 7. Því er varla hægt að búast við miklum kipp í tölvusölu við þessi tímamót.  Mitt mat er þó að tölvan ætti helst ekki að vera eldri en þriggja ára og með að lágmarki 1 Gb í minni. Þá er gott að hafa ekki of gamalt skjákort til að geta fengið góða skjáframsetningu (Aero UI). Skv. Microsoft er hægt að keyra Upgrade Advisor sem segir til um hvort tölvan ráði við að keyra Windows 7: http://www.microsoft.com/windows/windows-7/get/upgrade-advisor.aspx
Niðurstöður þessarar athugunar sýnir hvað af vélbúnaðnum megi uppfæra til að fá betri afköst og virkni, t.d. ef öflugra skjákort þurfi til að notast við Aero UI, en Aero er samt ekki bráðnauðsynlegt.

Skv. W3Counter (http://www.w3counter.com/globalstats.php) nota flestir tölvunotendur enn Windows XP, þó að það sé 8 ára gamalt stýrikerfi. Windows XP var ágætlega heppnað stýrikerfi, en Vista og Windows 7 eru því langtum fremri hvað varðar stöðugleika, öryggi og fjölhæfni. Fyrir þá sem vilja uppfæra tölvu sýna frá Windows XP í Windows 7 þá eru hér leiðbeiningar: http://technet.microsoft.com/is-is/windows/dd671583(en-us).aspx

Niðurstaða mín er að Windows 7 sé framúrskarandi, fágað og snjallt stýrikerfi sem gerir allt sem að hugurinn fer fram á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það rangt að þeir hafi ætlað að setja skráarkefið  í SQL grunn? Það hefði gert margt fyrir það fólk sem er alltaf að týna skránum sínum. "Hvar er nú þetta Word skjal sem ég var að lesa í gær? Ég man ekki hvað það heitir."

Hafliði J. Ásgrímsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Nýtt skráarkerfi; WinFS, sem byggir að einhverju leiti á SQL grunni, er ekki í Windows 7. Hugsanlega verður það í Windows 8 sem kemur úr árið 2012, nema að Microsoft sé hætt við allt saman

Sjá um WinFS; http://en.wikipedia.org/wiki/WinFS

Davíð Pálsson, 12.10.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Windows 7

Vísuðum á bloggið hjá þér. Vonandi í lagi. Fín umsögn hjá þér.

Windows 7, 12.10.2009 kl. 23:55

4 identicon

Það væri gaman en auðvitað eru til aðrar lausnir á þessu vandamáli en málið er að koma þeim aðeins lengra en sporhundinn góða. Skráarkerfin er orðin óhemja eftir að terabætadiskar eru að verða hvers manns eign.

Hafliði J. Ásgrímsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband