Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Önnur viðbrögð hér en í Bandaríkjunum
25.5.2011 | 11:33
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fréttum af skýstrókum sem hafa leikið suðurríki Bandaríkjanna grátt að undanförnu. Þegar fréttamenn ræða við þá sem hafa lent illa í þessum veðurofsa þá talar það fólk oftast um að trúin hjálpi því og bænin. Í sjónvarpsfréttum NBC í gærkvöldi var því lýst sem kraftaverki að tvær heillegar Biblíur hefðu fundist í rústum þar.
Hjá okkur heyrir maður aldrei neinn nefna trú eða bænir þó allt sé í fári. Þó að niðamyrkur sé um annars hábjartan dag. Eru Íslendingar búnir að missa trúna eða vill það ekki ræða hana við aðra?
Farið að rigna fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |