Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

10% líkur eru óásættanlegar líkur

Steingrímur telur 10% líkur á því að þjóðin fari í greiðsluþrot með því að taka Icesave samninginn á sig, ekki miklar líkur.

Hefði Steingrímur farið í svínaflensubólusetninguna ef honum hefði verið sagt áður en hann fór í sprautuna að 10% líkur yrðu á að hún yrði honum að bana af völdum aukaverkana?

Væntanlega ekki. Við verðum að reyna betur að fá fyrri Icesave samninginn samþykktan, þ.e, samninginn með fyrirvörunum sem Alþingi setti í sumar.

Byrjum t.d. á að neita alfarið að taka Icesave á okkur fyrr en forsætisráðherra Breta sýnir sómatilfinningu til að funda með forsætisráðherra Íslands um málið.


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband