Færsluflokkur: Samgöngur
Enn mun bensínið hækka, en...
5.4.2010 | 17:43
Bensínið mun trúlega stórhækka í verði fram á sumarið og nú er talað um vegtolla í ofanálag eins og bifreiðaeigendur séu ekki skattlagðir nóg. En þegar setja á vegtolla eftir fáein ár (miðað við nýjustu hugmyndir) þá mætti lækka skattinn á bifreiðaeldsneyti um helming að mínu mati.
Það er tóm vitleysa að láta mann margborga fyrir nýja vegi. Eru göngin undir Hvalfjörð ekki þegar greidd?
Annað varðandi vegtollana. Tollhliðin eiga að vera ómönnuð. Annað er tóm vitleysa. Hugsanlega er þó hægt að verja mönnun tollhliðs við Hvalfjarðargöngin með einhverju öryggishlutverki. En eins og ég segi þá ættu þau að vera ómönnuð. Þannig gæti t.d. verið tollhlið við nýju Héðinsfjarðargöngin.
Olíuverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 14.4.2010 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn um vandræði Toyota
6.2.2010 | 10:36
Eins og ég nefndi í blogfærslu minni í gær þá eru vandræði Toyota mikil. Gallar eru í eldsneytisgjöf og hemlum. Nú er það orðið svo að tölvubúnaður nýrra bíla er sífellt að aukast og tengibúnaður við hina ólíklegustu skynja verður sífellt meiri.
Þannig þarf inngjöf nýrra bíla að búa yfir gervigreind og hemlar hafa frá upptöku ABS hemlunarkerfis verið tölvustýrð fyrirbæri. Þá hefur jafnvægiskerfi bæst við hemlunarbúnaðinn og fl. Allt tölvustýrt.
Bílar sem hafa tvo orkugjafa; bensín og rafmagn nýta hemlun til orkuöflunar. Allt tölvustýrt.
Forritin sem stýra þessum hlutum eru þúsundir, þúsundir lína. Örugglega eru einhverjar forritunarvillur þar, sem ekki koma fram nema við sjaldgæf og óvenjuleg skilyrði. Forritunarvillur skipta PC notendur ekki miklu máli. Þeir geta þá bara endurræst tölvuna ef hún krassar. Forritunarvillur geta hinsvegar haft banvænar afleiðingar séu þær í farartækjum.
Vandræði Toyota með þessa hluti eru því ekki svo óeðlilegir, enda stærsti bílaframleiðandinn. Sjálfsagt munu fleiri bílaframleiðendur einnig lenda í svipuðum vandræðum.
Forstjóri Toyota biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Toyota í miklum erfiðleikum
5.2.2010 | 12:00
Toyota hefur átt í miklum erfiðleikum upp á síðkastið, m.a. í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa haft mikla hlutdeild í bílasölu. Vandræðin nú eru vegna galla í eldsneytisgjöf og einnig vegna galla í bremsum.
Fyrir ca. fimmtán árum þurfti ég að aka Toyota Tercel og Toyota Hi-Lux vegna vinnu. Sú reynsla var ekki góð og þótti mér ég aldrei hafa ekið verri bílum. Þessi reynsla varð til þess að síðan hef ég passað mig á því að kaupa mér aldrei bíl af Toyota gerð. Þegar ég fyrir fáeinum árum keypti mér notaðan Nissan bíl sem ég nú á, var ég spurður hvort ég hefði ekki áhuga á Toyota en ég svaraði að fyrr myndi ég dauður liggja en fara að kaupa mér Toyota. Ekki samt vanur því að hafa svo sterkar skoðanir á bílum eða öðrum vörum.
Ég hef alltaf velt fyrir mér gríðarlegum vinsældum Toyota. Þeir sem þekkja til segja að Toyota á Íslandi hafi verið langfremst í viðhaldi og þjónustu. Slíkt skiptir auðvitað miklu máli.
Kannski endar þá með því að ég kaupi mér Toyota!
S&P hótar að lækka einkunn Toyota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsta flug Draumfara gekk vel
16.12.2009 | 10:48
Í gær fór hin nýja farþegaþota Boeing 787 Dreamliner í sitt fyrsta flug. Þegar slíkar þotur fara í sitt fyrsta tilraunaflug þá gilda ákveðnar reglur um hvernig veðrið má vera; svo sem hiti, rakastig, vindhraði og skyggni en veðrið í gær í og við Seattle þar sem Boeing verksmiðjurnar eru rétt slapp til. Þá eru einnig reglur um hvað megi leggja á vélina í fyrsta fluginu þannig að hún var ekki tekin neitt sérstaklega til kostanna í gær. Það bíður seinni tilraunaferða sem Boeing ætlar að gefa sér heilt ár til. Þannig er t.d. gert ráð fyrir að vélin komi til tilrauna til Íslands, væntanlega þá til að reyna flugtök og lendingar í miklum hliðarvindi.
Flugstjóri þessarar fyrstu ferðar, Mike Carriker, sagði að ekkert hefði komið á óvart og var ánægður með fyrsta flug vélarinnar.
Hér má sjá frétt NBC um fyrsta flugið í gær.