Windows 7 setur sölumet

Nýjasta Windows stýrikerfið; Windows 7 sem var gefið út þann 22. október síðastliðinn hefur farið gríðarvel af stað og sett sölumet hjá Microsoft. Það sem eftir var síðasta ársfjórðungs frá því það kom opinberlega út í fyrra seldi Microsoft 60 milljónir leyfa fyrir Windows 7. Samkvæmt mælingu hjá W3Counter þá hafði þetta stýrikerfi þegar í janúar verið sett upp hjá 9,11% tölvunotenda heimsins. Einu stýrikerfin sem eru útbreiddari en Windows 7 eru fyrirrennarar þess; Windows XP og Windows Vista. Önnur ágæt stýrikerfi svo sem Macintosh OS X og Linux veita Windows enga samkeppni.

Windows 7 þykir afar vel heppnað stýrikerfi og hefur það alls staðar fengið afbragðsdóma. Ýmsir nýir þættir þess ss. Libraries þykja mjög gagnlegir og vel heppnaðir. Marga fleiri nýja möguleika þessa stýrikerfis mætti upp telja sem gera þetta það svo vinsælt sem raun ber vitni. Microsoft á Íslandi er enn með mjög hagstæða gengisskráningu við Ísland og er því enn hægt að kaupa hér vörur frá Microsoft á mjög hagstæðu verði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband