Toyota í miklum erfiðleikum

Toyota hefur átt í miklum erfiðleikum upp á síðkastið, m.a. í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa haft mikla hlutdeild í bílasölu. Vandræðin nú eru vegna galla í eldsneytisgjöf og einnig vegna galla í bremsum.

toyota

Fyrir ca. fimmtán árum þurfti ég að aka Toyota Tercel og Toyota Hi-Lux vegna vinnu. Sú reynsla var ekki góð og þótti mér ég aldrei hafa ekið verri bílum. Þessi reynsla varð til þess að síðan hef ég passað mig á því að kaupa mér aldrei bíl af Toyota gerð. Þegar ég fyrir fáeinum árum keypti mér notaðan Nissan bíl sem ég nú á, var ég spurður hvort ég hefði ekki áhuga á Toyota en ég svaraði að fyrr myndi ég dauður liggja en fara að kaupa mér Toyota. Ekki samt vanur því að hafa svo sterkar skoðanir á bílum eða öðrum vörum.

Ég hef alltaf velt fyrir mér gríðarlegum vinsældum Toyota. Þeir sem þekkja til segja að Toyota á Íslandi hafi verið langfremst í viðhaldi og þjónustu. Slíkt skiptir auðvitað miklu máli.

Kannski endar þá með því að ég kaupi mér Toyota!


mbl.is S&P hótar að lækka einkunn Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Toyota aðdáendur eru eins og Manu og Liverpool aðdáendur.Standa með sínu liði.Ruddu samt ekki Nissan bílar brautina fyrir japanska bíla í Ameríku  ? ásamt Toyota  og hétu þá Datsun.Bendi á vefslóðina datsunhistory.com

Hörður Halldórsson, 5.2.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband