Nýir tímar í Kópavogi

Svona hyggst ég kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á morgun:

1. Hildur Dungal
2. Aðalsteinn Jónsson
3. Sigurjón Sigurðsson
4. Karen E. Halldórsdóttir
5. Kjartan Sigurgeirsson
6. Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
7. Benedikt Hallgrímsson

Kópavogur

Þarna kýs ég engan af þeim sem biðja um endurkjör enda finnst mér þeirra tími liðinn.

Hildi hef ég trú á að geti gert góða hluti fyrir bæinn.

Aðalsteini hef ég kynnst þar sem hann hefur verið kennari í íþróttaskóla Breiðabliks (þar sem drengurinn minn tekur þátt). Aðalsteinn hefur því mitt fyllsta traust.

Sigurjón er formaður HK (sem dóttir mín æfir og keppir með) og þó ég þekki ekki Sigurjón þá veit ég af reynslu að HK er gott félag.

Karen held ég að hafi rétta karakterinn í bæjarstjórnina. Pabbi hennar segir hana sjálfstæða og ég trúi því.

Kjartan er forritari og slíkir menn hugsa örugglega skýrt.

Jóhanna Heiðdal er vel menntuð og örugglega fær kona.

Benedikt er ungur og vonandi með hjartað á réttum stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi guð þinn fyrirgefa þér. Að setja X við D nú um stundir er synd...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 05:03

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Nafnleysinginn hér að ofan telur það syndsamlegt að kjósa D. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur með Framsóknarflokknum stjórnað bænum frábærlega í um 20 ár og á kosningu skilið. Skuldsetning þó heldur mikil en uppbyggingin hefur auðvitað kostað sitt.

Ég kaus áðan og gríðarmargt fólk var á kjörstað.

Eitt sem nafnleysinginn og fleiri mættu athuga er hvaða aðrir listar séu í boði. Það er allt of aumt lið til að eyða atkvæði í það.

Davíð Pálsson, 20.2.2010 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband