Þjóðstjórn strax til endurræsingar landsins

Nú þyrfti að koma á þjóðstjórn til þess að koma Icesave frá, hleypa lífi í atvinnulífið og koma þjóðfélaginu aftur í gang. Jóhanna og Steingrímur hafa svo augljósan persónulegan hag af því að sem verstir Icesave samningar náist, hvað svo sem þau segja. Ólafur Ragnar þyrfti því að koma á þjóðstjórn hið allra fyrsta. Ef ég mætti ráða gæti ráðherralistinn litið svona út:

Samfylking:
   Guðbjartur Hannesson
   Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Sjálfstæðisflokkur
   Kristján Þór Júlíusson
   Unnur Brá Konráðsdóttir

Vinstri Græn
   Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
   Atli Gíslason

Framsóknarflokkur
   Eygló Harðardóttir
   Sigurður Ingi Jóhannsson

Hreyfingin
   Þór Saari

Af þessum lista gæti Guðbjartur tekið forsætið að sér en hin myndu skipta restinni milli sín.


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

Dream on my friend..... but good luck!

Eirikur , 21.2.2010 kl. 22:08

2 identicon

fair play is now eirikur hahahahaha,dude please!seek a professional help...

ks (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 22:14

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, Davíð, við þurfum utanþingsstjórn og meðan hún situr verður það hlutverk Alþingis að taka til í lagasafni landsins.  Síðan á að boða þjóðlagaþing og semja landinu nýja stjórnarskrá.  Ég treysti mjög mörgum þingmönnum til að gera góða hluti, en þeir þurfa að gera það án þess að vera sífellt að skiptast í fylkingar með eða á móti ríkisstjórninni.  Utanþingsstjórn þyrfti að hafa frumkvæði að ýmsum breytingum, en þar sem hún er utanþings myndi allt slíkt byggja á mjög miklu samstarfi við þingið.  Þjóðstjórn er annars eðlis, þar sem hún hefur alla þingmenn innanborðs og því væri minna um að finna bestu lausn og meira um málamiðlanir.

Marinó G. Njálsson, 21.2.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Eirikur

Hi Dude! You watched too many "Friends" episodes.

The name is Eric...but because I worked in Iceland your Government told me my name was "Eirikur"....Eg var "helvitis utlandingur"

I love how intelligent the Icelanders have become.........Reminds me of some friends I had in a fishing village in Scotland.....Oh, and by the way ....you may call me Captain......

Professional help?....Good God my friend...I need help??? What about the Icelandic Nation?....Med besta hvedju

Good Luck og Afram Island !!!!

Fair Play, Eirikur, Eric, (Any more?).....Joi Jons maybe?          

Eirikur , 21.2.2010 kl. 22:36

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Marinó þetta er sem ég hef verið að tala um lengi!

Fyrst utanþingsstjórn, síðan kjósa á þjóðlagaþing til að vinna breytingar á stjórnarskránni og svo meðfram því að taka á málum og vinna breytingar.

Ef utanþingsstjórn væri þá þarf að fá framboð 200 til 300 manns í hverju landshorni. Og finna þyrfti leið til þess að enginn geti keypt sig inn í stjórnina. Þar að segja losna við áhrif peningavaldsins! Sanngjarna skiptingu niður þeirra sem stjórna. Eins og ég kem dálítið inn á í skjali mínu: "Okkar Ísland"

Guðni Karl Harðarson, 21.2.2010 kl. 22:44

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er sammála Guðna og Marinó. Óttast þó að erfitt gæti verið að velja í slíka stjórn, í fámenninu hér á Fróni eru allir dregnir í dilka (flokka), hvort sem það er satt eða ekki. Fjölmiðlarnir eru duglegir við það, þó þeir ættu kannski að vera að sinna fréttaflutningi.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2010 kl. 23:20

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn strax landráðamennirnir inni á alþingi eru í meirihluta og það gengur ekki.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 23:33

8 identicon

Eirikur,what the f*ck holds you here??If Icelandic Nation is so hopeless and so on,why don´t you just get your moronic as* and leave??

p.s. I am not an icelandic born or a dude...

ks (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband