Allir sem vettlingi geta valdið á kjörstað á laugardag

Nú er mjög mikilvægt að sem allra flestir mæti á kjörstað og kjósi gegn Icesave lögunum sem samþykkt voru á Alþingi í lok desember. Gera má ráð fyrir því að Bretar og Hollendingar muni túlka skoðanir þeirra sem ekki kjósa á þann hátt að þeir séu með því að samþykkja ómælda skuldaklafa á komandi kynslóðir ófæddra íslenskra barna.

Framtíðarkynslóðir Íslendinga munu dæma þá sem ekki börðust fyrir betri Icesave samningi á sama hátt og þá sem stóðu fyrir þessu Icesave dæmi í upphafi. Hver vill vera þá í liði með Björgólfum, Sigurjóni og félögum? Ekki ég og því segi ég NEI á laugardaginn!


mbl.is Atkvæðagreiðslan undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilshugar sammála þér Davíð !

 Enn - það eru ekki allir. Sjálf kvinnan sem við höfum sem forsætisráðherra, var rétt í þessu að segja í fréttum Ríkissjónvarpsins að - ja, hvað ?  Jú, að þjóðaratkvæðagreiðslan væri MARKLEYSA !

 Grátlegt en satt !

 Það er sem sé í augum Jóhönnu MARKLEYSA að börn okkar og barnabörn eigi að greiða tugi MILLJARÐA vegna gjaldþrots einkafyrirtækis " mannsins í næsta húsi" !

 Það er sem sé MARKLEYSA að þjóðin eigi að kjósa um skuld sem engin RÍKISÁBYRGÐ er fyrir !

 Það er sem sé MARKLEYSA að gömlu nýlenduþjóðirnar Englendingar & Hollendingar fái aukalega "skaðabætur" sem nema tugum milljarða !

Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn. Sárast er fyrir hana, að hennar verður minnst sem MARKLEYSESTA forsætisráðherra þjóðarinnar frá upphafi lýðveldisins !

 Og hana nú !!( Sagði hænan!)

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband