Til hvers eru gæðastaðlar?
16.6.2010 | 19:43
Einn vinkill á allt bankahrunið og um þennan dóm sem féll í dag er spurningin um hversu ótrúlega mikið óhæft bankakerfið hefur verið. Dómur dagsins segir bankana hafa veitt hundruða milljarða ólögleg lán.
En, bíðum við. Bankar og bankafyrirtæki höfðu fyrir ca. áratug síðan innleitt með miklum tilkostnaði og mikilli fyrirhöfn alþjóðlega viðurkennda gæðastaðla.
Ef rannsóknaskýrslan er lesin er augljóst að nánast öllu í vinnu bankanna var klúðrað gersamlega. Meðal annars með lögbrotum. Til hvers voru þá teknir upp þessir gæðastaðlar fyrst þetta er afraksturinn? Kann einhver skýringu á því?
Áhrif dómsins að mestu til góðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða staðla ertu að tala um Davíð ?
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:55
Hann er eflaust að vísa til Basel II.
Íslendingur (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:36
Ég vann sjálfur hjá einu bankafyrirtækinu fyrir nokkrum árum þegar það innleiddi ákveðna ISO staðla. Í þetta fór mikil vinna og skriffinska. Með þessum stöðlum átti að tryggja að mistök gætu ekki átt sér stað. Verkferlar voru fyrir öll verk. Innri endurskoðum á svo að tryggja að unnið sé eftir áður samþykktum verkferlum. Bankarnir sjálfir voru þegar búnir að innleiða þessa staðla hjá sér og því er sérstakt að hafa það í huga þegar allt klúðrið og lögleysan er afhjúpuð í rannsóknaskýslunni og í þessum dómum í gær.
Davíð Pálsson, 17.6.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.