Olíuleki í Mexíkóflóa og Icesave
18.6.2010 | 16:48
Í BBC World Service kl 11:30 í morgun, föstudag 18. júní var viðtal við breskan mann sem hélt uppi rökum um að ábyrgð Breta væri mjög takmörkuð vegna olíulekans í Mexíkóflóann. Fyrirtækið heitir jú BP (sem eitt sinn stóð fyrir British Petrolium) sem átti þennan olíupall sem sprakk. Obama forseti vill að BP borgi himinháar bætur. Hann hefur þó aldrei sagt að breska þjóðin ætti að borga bæturnar.
Þessi viðmælandi BBC í morgun vildi meina að ábyrgð Breta og BP væri takmörkuð þar sem olíuvinnslan hefði verið undir eftirliti bandarískra eftirlitsaðila og fleira nefndi hann eins og að BP hefði borgað skatt til Bandaríkjanna við þessa borun.
Eitthvað fannst mér ég hefði heyrt þessi rök hans áður. Jú, þetta voru einmitt rökin sem Íslendingar hafa verið með vegna Icesave sem Bretar heimta að Íslenska þjóðin borgi upp í topp. Hmm...
Eining ESB í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð samlíking.
Guðmundur St Ragnarsson, 18.6.2010 kl. 17:06
Meiriháttar samlíking!
Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 07:46
Þess má geta að BP er 40% í eigu bandaríkjamanna, og 40% í breta. Starfsemi BP í bandaríkjunum fellur undir bandarísk lög. Í okkar tilfelli þá höfum við sameiginlega löggjöf ásamt bretum, vegna EES (sem eru um 60% af ESB löggjöfinni), sem er okkur því miður líklega ekki í hag þegar EFTA dómstólling dæmir í þessu máli. Ég held það sé því miður bara spurning um hve harður Icesave dómurinn verður, enda erum við ekki með lögfræðingaherinn sem Bretar og Hollendingar ráða yfir.
Bjarni (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.