Örvænting og ofsareiði

Þegar Alþingi var sett í dag voru þúsundir manna á Austurvelli og augljóst var að örvænting og ofsareiði var ástæðan fyrir komu flestra þeirra þangað. Augljóst segi ég, en ríkisstjórnin og flestir þingmanna er algerlega ólæs á þjóðina og því hafa sjálfsagt flestir þingmanna hugsað mótmælendum þegjandi þörfina.

Einhverra hluta vegna virðist ríkisstjórnin aldrei sjá heildarmyndina. Allt sem hún gerir er bara til að skrúfa niður atvinnulífið og möguleika almennings til að komast af. Og það sem verst er, að hún hún skrúfar niður von, þor og kjark þjóðarinnar til að berjast áfram í þessu.

Það sem vantar er forsætisráðherra sem getur talað við þjóðina og fyllt hana sannfæringu um að hann sé með ráð og vissu um að ráðin gangi upp. Þessi ráð þurfa að vera réttlát og sýna allri þjóðinni jafnræði og sanngirni. Svo mýmörg dæmi um afskriftir hjá auðmönnum sýna þjóðinni alls ekki jafnræði og sanngirni. Hvers vegna er þjóðinni boðið upp á þetta?

 

Getur verið að það sé Samfylkingin sem sé eitrið í stjórninni. Róbert Marshall var í fjölmiðlaviðtali og niðurlægði sig fyrir þjóðinni með yfirgengilegu bulli, sjá; http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1101104/. Og nú er Björgvin G. Sigurðsson kominn aftur kampakátur inn á þing. Þjóðin á til miklu betra fólk og á svo miklu betra skilið.

Ég er á því að skipta þurfi öllum þingmönnum sem voru á þingi fram að hruni út. Fyrr er einskis góðs að vænta frá Alþingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Við hugsum svipað, Davíð.

Aðalsteinn Agnarsson, 1.10.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okkur fjölgar sem hugsum á þessum nótum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.10.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband