Landið brennur!

Jón Ásgeir, Björgólfur Thor, Sigurjón fyrrum bankastjóri og nokkrir fleiri eru brennuvargarnir sem kveiktu í landinu. Landið hefur staðið í björtu báli síðustu tvö-þrjú ár.

Það furðulega er að ríkisstjórnin gerir ekkert þjóðinni til bjargar. Hún virðist gjörsamlega heyrnarlaus á hjálparbeiðni þjóðarinnar í neyð hennar. Stór hluti millistéttarinnar hefur orðið fyrir óskaplegri eignaupptöku. Þúsundir hafa misst atvinnu. Best menntaða og efnilegasta fólkið flýr landið.

Meðan landið brennur er milljörðum sóað í byggingu tónlistarhúss, aðlögunarferli við ESB og afskriftir hjá sjálfum brennuvörgunum. Ríkisstjórnin hefur enda þurft að stórhækka skatta til að borga alla sóunina. Atvinnuuppbygging er hverfandi. Eina sem ríkisstjórnin gerir er aðeins til að brjóta og eyðileggja. Það verður ekki bætt þegar fólk hefur flúið land eða þegar byggðir hafa lagst af eins og nú stefnir víða í.

Eins og ég hef áður bent á verður nýtt fólk að koma að stjórn landsins til að bjarga því sem bjargað verður. Núverandi stjórn gerir ekki annað en að brjóta og eyðileggja.


mbl.is Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Mætum á Austurvöll á mánudag, knýjum Jóhönnu til að standa við loforðið,

FRJÁLSAR HANDFÆRA VEIÐAR, sem leysa fátæktar og atvinnu vanda okkar!

Aðalsteinn Agnarsson, 30.10.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband