Góðir hlutir gerast enn

Langar til að vekja sérstaka athygli á endurbættri spáritssíðu Veðurstofunnar sem má nálgast hér. Þessar spár eru sífellt að verða áræðanlegri og gott að vita þannig hvernig veðrið muni verða næstu daga.

Einnig langar mig til að fá að mæla með Hamborgarafabrikkunni. Fór þangað um daginn og var mjög ánægður með staðinn. Allt mjög snyrtilegt, góð þjónusta og góður matur á sanngjörnu verði.

Ég hef áður bent á rafbíla og langar að fá að bæta við það. Í fréttum danska sjónvarpsins í dag var sagt frá því að Chevrolet væri farið að selja rafbíl þar í landi og eins og einn viðmælandinn sagði þá undraðist hann að rafbílar skyldu ekki hafa verið notaðir síðustu 100 árin eða svo! Hér má sjá nýja Chevrolet fólksbílinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband