Stóralvarlegt að samþykkja Icesave
2.2.2011 | 22:22
Ég held að þingmenn geri sér ekki grein fyrir því hvað það kosti þjóðina ef samþykkja á Icesave. Mér sýnist þetta þýða áratuga langa kreppu okkur öllum til stórkostlegs tjóns. Gríðarlegur fjöldi fólks mun flýja land sem mun gera þeim sem eftir verða enn erfiðara fyrir.
Hvernig væri þá fyrst að birta nákvæmlega í hvað allur þessi Icesave peningur fór til að við gætum þá áttað okkur á fyrir hvern við erum að borga. Hvernig væri að þeir sem ábyrgð bera á þessu Icesave dæmi verði dæmdir til þyngstu refsingar svo við hin gætum reynt að borga þetta í einhverri sátt?
Best væri að neita að borga þetta. Bretar og Hollendingar færu þá bara í mál.
Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur þú hugleitt hvað það kann að kosta Íslenska jóð að samþykkja EKKI Icesave sem nú er til afgreiðslu á Alþingi?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 22:54
Það er betra að berjast fyrir því sem er sanngjarnt og rétt og tapa en að leggja meðvitað óþolandi byrgðar á saklausar næstu kynslóðir. Þetta er mín skoðun. Þeir mega hirða andskotans Landsbankann og allar eigur þeirra sem ábyrgð á þessu báru. En alls ekki saklausar næstu kynslóðir. ALLS EKKI!
Davíð Pálsson, 2.2.2011 kl. 23:06
Sigurður Grétar, viltu ekki fara að skilja að það kostar EKKI NEITT að neita að borga kúgun og lögleysu? Viltu ekki fara að virða okkar mannréttindi og barnanna okkar?? Við borgum ekki, ALLS EKKI, flýjum heldur land.
Elle_, 3.2.2011 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.