98-2 og samt er það ekki skilið
17.2.2011 | 17:17
Jón Ingi og Páll. Hvað var það við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra sem fór 98-2 sem þið skilduð ekki? Skrif ykkar eru skelfing sorgleg en hugsanlega munið þið aldrei átta ykkur á því.
Heill og heiður þeim sem hafa barist gegn því að skuldir útrásarglæpamanna séu settar á saklausa íslenska þjóð áratugi fram í tímann.
Þeir sem endilega vilja setja þessa skuld á framtíðarkynslóðir ættu þá að birta nákvæman lista yfir þá sem fengu þennan Icesave-pening svo fólk gæti séð fyrir hvern það er að borga. Sjálfsagt hefur eitthvað af þessum pening farið til þeirra Alþingismanna sem nú vilja ólmir að börn annara Íslendinga greiði þetta.
![]() |
Farið yfir undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samningurinn sem þjóðin felldi í fyrra 98-2 hafði verið samþykktur af meirihluta Alþingis var annar og miklu verri samningur en sá sem Alþingi samþykkti núna. Þetta vita allir.
Í ykkar sporum, Jón Ingi og Páll, myndi ég fagna því að fá þjóðaratkvæðagreiðslu núna til að geta þá sýnt öðrum að þið hefðuð loksins rétt fyrir ykkur, eða hvað?
Davíð Pálsson, 17.2.2011 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.