Stjórnin verður að fara frá
17.3.2011 | 17:24
Ef allt færi að óskum og samningurinn yrði felldur þá yrðu Bretar og Hollendingar mjög ósáttir við að íslenska ríkisstjórnin sæti áfram. Það yrði okkur líka mjög óhagstætt ef stjórnin þráaðist við í stólum sínum því engum er verr treystandi til að verja íslenska hagsmuni í hugsanlegu dómsmáli ef málið endar þar. M.ö.o. þá er það lífsspursmál fyrir þjóðina að samningurinn verði felldur og stjórnin fari frá. Og þá er ég ekki að mæla með þeim þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem styðja Icesavesamninginn.
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef samningurinn verður felldur þá er mjög mikilvægt að fá stjórn sem lýtur á það sem svo að Íslendingum beri ekki að greiða þetta, stjórn sem er til í að berjast fyrir sigri.
Það gengur ekki að hafa Jóhönnu og Steingrím áfram blaðrandi um hvernig okkur beri að greiða þetta á meðan við stöndum í miðju dómsmáli.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.