Nú birtir yfir landinu!

Fyrst eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir Icesave III lögin sýndu skoðanakannanir að umtalsverður meirhluti þjóðarinnar myndi samþykkja samninginn. Síðan hafa vikurnar liðið og fólki gefist færi á að kynna sér samninginn. Lögin voru svo send inn á hvert heimili um daginn. Hræðsluáróður Já-sinna hefur gengið fram af fólki og nú virðist gefið að NEI verði sem betur fer niðurstaðan.

Nei-rökin eru líka langtum sterkari en Já-rökin svo heilbrigð skynsemi getur ekki sagt manni annað en að kjósa NEI!


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur Davíð, frjálsar handfæraveiðar eins og Jóhanna var kosin út á,

leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga, ekki nýjar lántökur

gjaldþrota þjóðar!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.4.2011 kl. 23:20

2 identicon

Já, landið er að rísa úr sæ.

Með nei á laugardaginn hefst nýr kafli í uppgjöri þjóðarinnar við fjórflokkinn og hrunið.

Uppgjörið eftir hrunið er rétt að byrja. Þetta tekur 5 til 10 ár en á endanum mun þjóðin moka þennan flór.

Fyrsta mál er að bíta af sér þessar bresku og hollensku blóðsugur og þeirra undirlægjur sem hér hafa fengið að vaða hér uppi í tómu rugli og ætla að steypa þjóðinni í botnlaust skuldafen.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 01:50

3 identicon

Með hækkandi sól þá opnast augu fólks bókstaflega. Verðum við ekki að þakka veðurguðunum fyrir þessa batnandi sýn á málið ?

Már (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 02:56

4 identicon

Já, Guði sé lof og dýrð og eilífar þakkir. Megi réttlætið sigra. Leggjum fátækum þjóðum lið í baráttu þeirra um aflausn frá óréttlátum skuldum með fordæmisgefandi máli. Að hafna Icesave verður öllum heiminum til blessunar. Og mun jafnvel bjarga mannslífum. Skoðaðu bara http://www.makepovertyhistory.org og dragðu þínar eigin ályktanir, og þú sérð sem skynsamur maður að það eru engar ýkjur.

Baldur (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband