Áttum við ekki að komast einna fyrst út úr kreppunni?

Hverjir voru það sem fullyrtu við hrunið að Íslendingar færu fyrstir í kreppu, en yrðu líka fyrstir til að komast uppúr kreppunni. Hvað skyldu þeir hafa verið að meina?
mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru ekki þessi mál undir sömu forsendum og veðrið?

Það er hægt að spá í næstu daga miðað við ákveðnar forsendum. Svo breytist einn mikilvægur þáttur, kannski fleiri og þá eru forsendur brostnar.

Samtíðin kallar á sífellt endurmat. En það voru ævintýramenn sem vandanum ollu. Í algleymni ofurtrú á hæfileikum sínum fór allt fjandans til í höndunum á þessum málum, beittu stjórnvöld blekkingum sem gengu eins og forystusauðir hjarðarinnar beint í gildruna. Öll þjóðin bar traust til þessarra manna sem í raun áttu minna en ekkert neitt, fóru samt með öll völd í fyrirtækjunum.

Bestu kveðjur

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2011 kl. 18:47

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vinstri stjórnin kann bara ekkert að stjórna þessu landi. Það sem þarf er bætt lífkjör og minna atvinnuleysi. Stórnin hefur ekki gert neitt í þá áttina því miður.... og því fer sem fer.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Verðum við ekki bara að bíða og vona úr því sem komið er?

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2011 kl. 00:10

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þau eru búin að hafa 2,5 ár í að gera eitthvað... spurning um hvað við landsmenn getum beðið lengi.    Það er mjög kostnaðarsamt allavega.

Lægri lífskjör fyrir okkur alla.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2011 kl. 15:04

5 Smámynd: Davíð Pálsson

Ég var á foreldrafundi í grunnskóla í Kópavogi í gær. Þar var okkur tilkynnt að áfram verði skorið niður hjá skólanum næsta vetur. Það var skorið niður síðasta vetur og aftur þennan nýliðna vetur og svo á enn að skera meira niður næsta vetur. T.d. á að minnka ræstingar á skólastofum niður í 3 daga vikunnar (hefur verið alla daga hingað til), útigæsla verður minnkuð, kennurum sagt upp, akstri barna í sund hætt (sundlaugin er í ca. 2 km fjarlægð frá skóla) nema fyrir yngstu börnin og fl. Voru ráðamenn þjóðarinnar ekki löngu búnir að segja að botninum væri náð?

Davíð Pálsson, 7.5.2011 kl. 15:45

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rekstur grunnskóla er flestum sveitarfélögum mjög erfiður sérstaklega þegar tekjur dragast saman. Útsvör hafa eðlilega vegna tekjusamdráttar dregist verulega saman þannig að tekjurnar eru hjá mörgum sveitarfélögum ekki nema svipur hjá sjón.

Sveigjanleiki til hagræðingar er auðvitað einna mestur hvað launaþáttinn snertir en laun eru stærsti útgjaldaliður víðast hvar. Margir bæjarstjórar hafa samið um lægri laun sín og er það lofsvert en þó svo útgjöld séu lækkuð um 100 þús eða svo á mánuði hjá einum manni dugar það skammt.

Kv.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2011 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband