Önnur viðbrögð hér en í Bandaríkjunum
25.5.2011 | 11:33
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fréttum af skýstrókum sem hafa leikið suðurríki Bandaríkjanna grátt að undanförnu. Þegar fréttamenn ræða við þá sem hafa lent illa í þessum veðurofsa þá talar það fólk oftast um að trúin hjálpi því og bænin. Í sjónvarpsfréttum NBC í gærkvöldi var því lýst sem kraftaverki að tvær heillegar Biblíur hefðu fundist í rústum þar.
Hjá okkur heyrir maður aldrei neinn nefna trú eða bænir þó allt sé í fári. Þó að niðamyrkur sé um annars hábjartan dag. Eru Íslendingar búnir að missa trúna eða vill það ekki ræða hana við aðra?
Farið að rigna fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hefur Vantrú ekki tekist að troða allt slíkt niður í hroka, háði og bulli, þannig að fólki finnst bara ekki óhætt, eða "prófessional" að skrifa eða tala um slíkt?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 12:02
Eða.. íslendingar eru (upp til hópa) það vel upplýstir um náttúruhamfarir að þeir vita afhverju það var niðdimmt um hábjartan dag.
Arnar, 25.5.2011 kl. 12:18
Hvaða hvaða, síðan hvenær hafa Íslendingar almennt verið opinskáir um sína persónulegu trú? Og ég veit ekki betur en að það séu haldnar bænastundir með eða án presta þegar áföll ríða yfir land og þjóð.
Hulda (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 12:34
Fólk í Bandaríkjunum er miklu opnara þegar kemur að tala um trúmál en íslendingar. Mér finnst það miður, þetta er auðvitað efni sem snertir alla og allir hafa skoðun á en það er eins og íslendingar kunna ekki að tala um það. Við erum því miður mjög einsleitt samfélag með frekar lítið umburðarlindi gagnvart öðru vísi skoðunum.
Mofi, 25.5.2011 kl. 13:47
Já Mofi, margir eiga erfitt með að viðurkenna trúleysi sitt opinberlega þegar td. prestar eru duglegir að skíta út trúleysi og trúleysingja með td.:
Sjá: Yfirburðir heimskunnar (Varúð Vantrú.. ekki fyrir auðtrúa sálir)
En þarna er Bára Friðriksdóttir prestur að fullyrða að trúleysingjar geti ekki horfst í augu við hugsanir sínar, iðrist einskins og biðjist aldrei fyrirgefningar. Margir fleirri hafa verið duglegir við þetta, td. biskup íslands og trúaðir bloggarar.
Varðandi Bandaríkjamenn þá eru þeir mjög duglegir að hreykja sér af trú sinni.. sem er að því ég best skil biblíuna frekar ókristileg hegðun :)
Arnar, 25.5.2011 kl. 16:35
Að sjálfsögðu hefur það áhrif að þetta Vantrúargengi mundar kylfurnar í hvert sinn sem einhver vogar sér að tala um trú sína. Á hinn bóginn má maður svo sem líka vera ánægður með að Íslendingar skuli ekki vera jafnginkeyptir fyrir þessu trúardóti og Bandaríkjamenn virðast vera margir hverjir.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 18:40
Arnar, ég hef ekki tekið eftir því að guðleysingjar eiga erfitt með að játa sína trú. Kannski er það rétt og þá er það slæmt og akkúrat það sem mér finnst sorglegt við okkar samfélag.
Mofi, 26.5.2011 kl. 09:39
Sammála þessu, verst hve margar auðtrúa sálir hafa fallið fyrir boðskap Vantrúar og gerst meðlimir.
Mofi, 26.5.2011 kl. 09:40
Það eru guðleysingjar og guðleysingjar. Og þeir eru miklu fleirri en meðlimir Vantrúar.
Samkvæmt síðustu opinberlegu túarlífskönnun telur rétt rúmlega 50% þjóðarinnar sig vera trúað. 'Utan trúfélaga' er sá hópur sem stækkar hraðast í trúfélagaskráningu síðustu árinn.
En varðandi efni greinarinnar, þá vita íslendingar bara að þetta eru 'náttúruhamfarir' en ekki 'yfirnáttúruhamfarir' svo að bænir koma málinu voðalega lítið við.
Arnar, 26.5.2011 kl. 11:10
Arnar, ég get ekki einu sinni byrjað að skilja hvað þú átt við að bænir skipta náttúruhamförum lítið við vegna þess að þetta eru náttúruhamfarir. Það er eins og þú hefur engann skilning á kristni og hvernig þeir hugsa. Það er eitt að vera ósammála en að skilja ekki er alltaf slæmt og gerir það að verkum að gagnrýnin verður frekar glórulaus.
Mofi, 26.5.2011 kl. 11:32
Mofi, náttúruhamfarir eru orsakaðar af náttúrulegum orsökum og stöðvast af náttúrulegum orsökum. Bænir hafa engin áhrif á náttúrulega hluti.
Og það sama mætti segja um oft glórulausa gagnrýni þína á líffræði, eðlisfræði, rökhugsun og vísindi almennt.
Arnar, 27.5.2011 kl. 11:13
Arnar, geisp... það er alveg magnað að núna er komin upp kynslóð sem er alveg glórulaus varðandi bara skilning á kristinni trú. Ég er bara orðlaus...
Mofi, 27.5.2011 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.