Vextir eru eitt en verðtrygging annað

Það er auðvitað ágætt að Landsbankinn ætli að hjálpa þeim sem fengu lánað hjá bankanum. 20% af vöxtum er nokkur upphæð en það eru verðbæturnar sem hins vegar hafa farið með lánin upp úr öllu valdi. Ef ég skil þessa frétt rétt þá ætlar bankinn ekki að gefa neinn afslátt af verðbótunum.

Þeir sem tóku íbúðlán hjá bönkunum, t.d. 2004-2007, og höfðu einsett sér að fara varlega í fjármálum og fara eins hóflega í einu og öllu og mögulegt var, t.d. með því að nurla saman öllu því sem þeir mögulega áttu og gátu sett upp í kaupverð íbúðarinnar til að lánið þyrfti ekki að vera svo hátt... það eru þeir sem hvað verst hafa farið út úr hruninu.

Þeir þurfa að horfa á lánin sín fara í allt að 110% verðmats íbúðarinnar án þess að þeir fái neitt afskrifað. Þá hugsa þeir sér að hugsanlega hefðu þeir átt að leyfa sér smá óhóf þegar þeir fjárfestu í íbúðinni á sínum tíma, kannski eina utanlandsferð þó ekki annað.


mbl.is Endurgreiða hluta af vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér, a.m.k. ekki í mínu tilfelli með íbúðalán í LÍ. Afborgun mín 15.5.2011 af upprunalega 15 millj. láni (frá 2005) er 49.019, verðbætur eru 27.051 og vextir (4,15%) 61.297 (svipað hlutfall á afborgunum síðan 1/1 2010).

Ef þú ert hins vegar að tala um gengistryggð lán er það auðvitað allt annað mál, reyndar ótrúlegt að nokkur maður fæddur fyrir 1980 hafi látið glepjast til að taka þau.

Þetta er gott framtak hjá LÍ og þeim til sóma.

Matthías (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband