Stærstu sökudólgarnir!
7.6.2011 | 23:30
Ég missti vinnuna í hruninu, eða í október 2008. Þá taldi ég mig strax sjá þrjá höfuðsökudólga hrunsins, en það voru þeir Jón Ásgeir, Sigurjón Landsbankastjóra og Geir Haarde. Síðar hef ég reyndar bætt Björgólfi Thor inn á þennan lista en auðvitað áttu talsvert fleiri sinn þátt í hruninu.
Jón Ásgeir tel ég fyrstan upp vegna brjálaðrar skuldsetningar í ýmsar mishæpnar fjárfestingar og meðferðar hans á fjármunum síðustu árin fyrir hrun. Sigurjón tel ég upp vegna Icesave sem hann svo glórulaust fagnaði sem tærri snilld þegar milljarðarnir runnu inn á hávaxtareikninga Landsbankans frá annars lítt varkárum Englendingum og Hollendingum.
Geir Haarde átti að mínum dómi stóra sök í hruninu. Það var hann sem var forsætisráðherrann og hafði verið fjármálaráðherra árin í aðdraganda hrunsins. Geir er hámenntaður hagfræðingur og treysti ég því best sem hann sagði um íslensk efnahagsmál, alveg að hruninu. Það mátti ekki skilja á honum að nein sérstök hætta væri yfirvofandi. Nei, hann vildi ekki gera neitt og virtist vona að þetta myndi reddast.
Aðrir ráðherrar í stjórn hans voru allir vitleysingar sem aldrei hefðu átt að verða ráðherrar. Það var og er mín skoðun.
Nú er sagt að eftir 2006 hafi verið of seint að bjarga þjóðarskútunni og það má vel vera rétt. En hvað hefði Geir þá átt að gera?
Jú, hann með alla sína hagfræðimenntun og þá aðstöðu sem hann hafði sem forsætisráðherra til að sjá allar hagstærðir Íslands hlaut að sjá að staðan var orðin grafalvarleg. Hann hefði því átt að vara þjóð sína við vandanum og segja henni að búa sig undir erfiða tíma. Hvetja fólk til að greiða niður sínar skuldir og gæta hófs í öllum fjárfestingum.
Þá segja einhverjir að bankarnir hefðu ekki þolað slíkar aðvaranir frá forsætisráðherra. Eins og ég nefndi áðan þá var talið of seint að bjarga landinu eftir 2006 og forsætisráðherrann hefði auðvitað átt að reyna að bjarga þjóð sinni frekar en bönkunum.
![]() |
Mun skjóta máli til Mannréttindadómstóls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef forstjóri fyrirtækis lýsir yfir því að fyrirtækið standi sig illa þá hrapa gildi hlutabréfa fyrirtækisins. Það nákvæmlega hefði skeð fyrir Ísland ef hann hefði varað fólk við eða varað við fjárfestingum. Hver hefði þá fjárfest á Íslandi? Enginn.
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 23:53
Heill og sæll Davíð; sem aðrir gestir, þínir !
Í hnotskurn; var atburðarásin á þessum árum, eins og þú lýsir því bezt, Davíð.
Og; öngvu þar, við að bæta.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 00:53
Það voru um 30 skussar í fjármálalífinu sem hlut áttu að máli. Sumir þeirra fengu bankana afhenta með lágmarksgreiðslu, allt að því gefins með vitund og vilja ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, Halldórs Á. og Geirs. Þá var Geir fjármálaráðherra og var oft hælt fyrir hversu slyngur hagfræðingur og ráðherra hann væri.
Nú eru þessir náðugu tímar að baki og þegar hann þarf að gera reikningsskap gerða sinna einn þeirra sem hlut áttu að máli, neitar hann að taka pólitíska ábyrgð á syndunum. Nú er hótað að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu! Hvaða mannréttindi telur Geir hafa brotið á sér? Hefur hann nú þegar verið talinn sekur? Hann er ákærður af gildum og góðum ástæðum sem byggt er á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Hann hefur hvorki sætt pyntingum né frelsissviptingu. Hann er ákærður fyrir vanrækslu í starfi sem æðsti embættismaður framkvæmdavaldsins á Íslandi sem leiddi af sér að þorri Íslendinga tapaði sparnaði sínum, eignum og atvinnu.
Í gær ræddi eg við einn vitrasta lögmann landsins, kunningja minn og bar þetta mál Geirs á góma. Lögmaðurinn taldi Geir vera dálítinn kjána, hann mætti taka sér ráðuneytisstjórann sinn fyrrverandi til fyrirmyndar sem ákærður var fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur til refsingar.
Vona að ´þú fáir fyrr eða síðar verkefni.
Mosi
Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu vísu kæru sem þessari frá enda verður að telja að Landsdómur skipaður þeim lögfræðingum sem taldir eru vera með þeim bestu séu fullfærir um að leysa þetta mál.
Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2011 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.