Hvernig minnka hærri stýrivextir verðbólguþrýsting?

Verðbólga þessa dagana stafar fyrst og fremst af hærra innflutningsverði svo sem á eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum sem við neyðumst til að flytja inn. Sérfræðingar Seðlabankans virðast telja að hærri stýrivextir þeirra vinni gegn verðbólguþrýstingnum.

Gott væri ef einhver þessara sérfræðinga lýsti því nákvæmlega hvernig hærri stýrivextir fari að því að minnka verðbólguþrýstinginn og hvernig stýrivextir hafi reynst Íslendingum til að stýra verðbólgu síðustu fjögur ár eða svo.


mbl.is Auknar líkur á vaxtahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Eins og allt annað með verulega sérstakar tölur að þá gengur þetta upp og gerist í útreikningum Steingríms Sturlaða.

Svo fær karlfuskurinn "drottningaviðtöl" í ríkisfjölmiðlinum og lýgur þar upp í opið geðið á okkur án þess að nokkur þori að véfengja ruglið sem rennur upp úr honum.

Óskar Guðmundsson, 30.6.2011 kl. 18:33

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hver er svo lausnin á móti þessu fyrir almenning er það kannski að setja verðtryggingu á öll laun...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2011 kl. 19:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Starfsmenn Seðlabankans hafa sjálfir sagt í skýrslu sem þeir skrifuðu um peningastefnuna fyrir hrun, að stýrivextir hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve algeng verðtryggð jafngreiðslulán eru hér á landi. Með þeim verða vaxtaáhrifin svo ógagnsæ fyrir neytandann að þau hafa engin sálfræðileg áhrif á neysluhegðun hans.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband