Plankinn hjá ESB
3.7.2011 | 17:14
Um helgina var ég í Brussel og þar sem ég var í gær; 2. júlí 2011, við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB þá stóðst ég ekki mátið að plankast aðeins. Þetta er reyndar minn fyrsti og örugglega síðasti planki :-)
Ljósmyndarinn óskar eftir því að nafni hans sé ekki getið.
Þegar kona mín sá þessa mynd þá spurði hún hvort ég væri þarna að sýna hve þversum ég væri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Við hjónin erum kannski ekki alveg sammála þegar að því kemur. Hún bætti svo við (vonandi í gríni) að þetta sýndi líka hvað ég væri alltaf tilbúinn að sjá flísina í auga ESB en sæi aldrei bjálkann (plankann) í auga mínu.
En hvað um það, Brussel er ágæt borg og helgarferð þangað fær mín bestu meðmæli.
Þurfum ekki sérstaka undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snilld. Má ég nota þessa mynd í áróðursskyni?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2011 kl. 19:00
Ég hef verið ánægður með mörg skrif þín Guðmundur og er þér velkomið að nota þessa mynd sem þér sýnist. Það var hálfskýjað í Brussel í gær og hafði sólin skynið þarna rétt áður. En hvað um það, myndin er góð.
Davíð Pálsson, 3.7.2011 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.