Gæti orðið eldri en þessi Carmelo
17.8.2013 | 00:06
Þessi Carmelo segist vera 123 ára. Hvort sem það sé satt eða ekki langar mig að segja hér frá því sem ég upplifði í morgun. Þá hafði ég farið í blóðþrýstingsmælingu hjá lækninum mínum. Þegar læknirinn sá niðurstöðu blóðþrýstingmælingarinnar þá sagði hann: "Davíð, þú ert með blóðþrýsting fermingarstúlku"!
Ég fór því ánægður heim með þessi orð læknisins. Fermingarstúlkur ættu að geta átt 75 ár ólifuð svo ég gæti því orðið 125 ára og slegið þetta ótrúlega met bólivíska hirðisins.
Kveðst vera elsti maður heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú ekkert að marka þig, Davíð. Til þess að blóðþrýstingur mælist, þá þarf blóðið að hreyfast. Ég man ekki eftir slíku í þínu tilfelli hér í gamla daga.
Marinó G. Njálsson, 17.8.2013 kl. 00:31
Man eftir viðtali við eldri mann þar sem hann taldi upp öll störf sem hann hafði unnið um ævina og hvað mörg ár hann hann hafði unnið þau.Hann gleymdi að minnast á að mörg þeirra var bara hluta úr ári og þegar var farið að leggja saman var starfsævin komin upp i liðlega 120 ár.Ætli hann hafi ekki verið elstur?
Jósef Smári Ásmundsson, 17.8.2013 kl. 06:37
Ég er fimmtugur á þessu ári og af því tilefni hafði konan mín hvatt mig til að fá blóðþrýstingsmælingu. Þegar ég sagði henni niðurstöðu læknisins þá hristi hún höfuðið og sagði að ég fengi, sko, ekki neina fermingarveislu!
Davíð Pálsson, 17.8.2013 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.