Hekluskógar

Á annan í páskum var sýnd í sjónvarpinu mjög góð mynd um Hekluskógaverkefnið. Svæðið sem um ræðir er að mestu leiti á Landmannaafrétti að því að mér sýnist. Hér er um að ræða gríðarstórt verkefni sem mun taka marga áratugi.

Það sem fólk þarf að átta sig á er að það er svo óskaplega erfitt að rækta upp en það er svo einfalt og lítið mál að eyða gróðri. Þannig að þessi uppgræðsla/skógrækt á eftir að ganga erfiðlega. Á þessu svæði er stundum mjög slæmt sandfok/vikurfok sem mun fara illa með frumgróðurinn.

Annað mál sem ekki var sérstaklega minnst á í sjónvarpsmyndinni er að upprekstri á Landmannaafrétt verður að ljúka til að þessi stórhuga framkvæmd eigi einhvern möguleika á árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband