Til hamingju Ķsland!
16.11.2007 | 10:00
Nś eru lišin 200 įr frį fęšingu Jónasar Hallgrķmssonar. Žaš var ótrślega miklu markveršu sem hann kom ķ verk į žeim 37 įrum sem hann lifši. En skyldi hann nokkurntķma hafa gert sér grein fyrir žvķ hvaš hann įtti eftir aš hafa djśpstęš įhrif į žį Ķslendinga sem į eftir komu?
Ķ upphafslķnu Hulduljóša eftir Jónas segir hann "Skįld er ég ei en huldukonan kallar". Žetta var ekki mikiš sjįlfshól sem hann hefši svo vel getaš leyft sér sem mesta ljóšskįld žjóšarinnar. Ķ öšru kvęši sem hann semur undir lok ęvi sinnar segir hann "Veit ég af stuttri stundarbiš/stefin mķn engir finna".
Mikiš held ég aš hann hefši glašst hefši hann upplifaš žaš sem nafn hans hefur skilaš ķ hugum žeirra sem į eftir komu. Mį žar nefna Atla Heimi, Pįl Valsson, Megas og fleiri og fleiri.
Nś segi ég eins og Silvķa: Til hamingju Ķsland!
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.