Frábær Madonnusýning á Broadway

Um síðustu helgi, 22. nóvember,  fór ég ásamt nokkrum skyldmennum á Broadway  í jólahlaðborð og að sjá Madonnusýningu Jóhönnu Guðrúnar og hennar sveitar. Konan mín hafði farið í haust með saumaklúbbi sínum til London og sá þar Madonnu sjálfa á Wembley. Mér þótti það nokkuð mikið svindl enda var það miklu frekar ég sem hafði haft gaman af Madonnu. Konan mín meira svona fyrir pönkið ef satt skal segja. En hér voru því komnar mínar sárabætur.

Madonna_Live_8_-_1

Sýnigin kom mjög á óvart þar sem allt heppnaðist fullkomlega hjá þeim í tæplega tveggja tíma sýningu.

Fyrirfram hefði mér þótt Jóhanna Guðrún ekki líkleg til að hafa kraft í að syngja Madonnulögin en það var öðru nær.  Hún söng hvern Madonnusmellinn á eftir öðrum með krafti og þokka. Þannig söng hún Papa Don‘t Preach frábærlega svo dæmi sé tekið.

Sýningin naut þriggja mjög góðra bakraddasöngvara sem sýndu virkilega hvað í þeim bjó í þeim lögum sem þær sungu einar, eins og t.d. í Perfect Stranger. Danshópurinn í sýningunni steig hvergi feilspor og síðast en ekki síst verður að nefna hljómsveitina sem átti afbragðsleik.

Í þetta stórri og langri sýningu var svo margt sem hefði getað farið úrskeiðis en það gerðist aldrei. T.d. söngur Jóhönnu og bakraddasöngvaranna, hljóðfæraleikurinn, dansinn og myndasýningar á fjórum stórum sýningartjöldum í Broadway. Sýningin tókst óaðfinnanlega og fær hér mín bestu meðmæli. Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæll Davíð

Gaman að sjá þig í flokki bloggara.

Kveðja

Marinó

Marinó G. Njálsson, 27.11.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband