Hvað þarf til afsagnar?
10.12.2008 | 17:22
Féttir síðustu vikna hafa verið óskaplegar. Hver dæmalaus frétt úr heimi efnahagsmála hefur rekið aðra og virðist sem engin lát ætli að verða á.
Í öðrum löndum hefðu ráðherrar sagt af sér eftir marga þessara atburða sem yfir okkur hafa gengið.
Mér þætti fróðlegt að vita hvaða skilning nokkrir ráðherranna, t.d. Geir Haarde, Björgvin G. Sigurðsson, Árni M. Mathiesen, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi á ráðherraábyrgð og eftir hvers konar afglöp/brot/vanhæfni í starfi þeir telji að ráðherrar þurfi að segja af sér.
Ég þykist vita að ráðherrarnir lesi ekki þetta blog, a.m.k. örugglega ekki Björgvin, svo ef einhver sem þekkir þetta fólk les þetta, þá mættu þeir spyrja ráðherrana um þetta efni.
Svipaða spurningu mætti leggja fyrir ýmsa aðra, eins og bankamenn og formenn verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða.
Athugasemdir
Hvað þarf til afsagnar segir þú?
-Mannát.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:42
Ég efa að mannát dygði. Valdhafar gefa bönkunum og öðrum lánadrottum enn veiðileyfi á almenning - með stuðningi við áframhaldandi verðtryggingu og okurvexti. Mannát - ekki mannát!? Hvenær drepur maður mann? Hvenær jétur banki mann?
Hlédís, 10.12.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.