Söngvakeppni sjónvarpsins - fyrsti þáttur góður

Fyrsti þátturinn af söngvakeppni sjónvarpsins var nokkuð góður. Þannig var ég ánægður með að Jóhanna Guðrún skyldi komast áfram, enda lagið sem hún söng mjög gott (a.m.k. í góðum hljómflutningstækjum) og vinnur vel á, svona eins og norska lagið í Eurovision í fyrra gerði.

Jóhanna Guðrún

Lag Valgeirs Skagfjörð fannst mér áberandi síst en ég reiknaði samt með því að Heiða myndi komast áfram en það varð ekki.

Það eftirminnilegasta við þáttinn var þegar Ragnhildur Steinunn kyssti Evu Maríu. Það eru kannski engir aðrir til þess núna fyrst Óskar er farinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband