Núna ætti verðbólga að mælast lítil sem engin - eða hvað?

Þeim sem eru með verðtryggð lán er eðlilega í mun um að verðbólgan fari að gefa eftir. Þegar mælingar verða gerðar í þessum mánuði ætti flest að geta leitt til þess að verðbólgan mælist lítil sem engin. Bensín hefur ekki verið ódýrara síðustu mánuði. Flugfargjöld hafa ekki fengist ódýrari óralengi. Útsölur eru út um allt.

Verðbólga ætti því að snarminnka og stýrivextir hljóta því að geta lækkað einnig. Reyndar hefur því verið haldið fram að verðbólgan dragist að stýrivöxtunum svo það væri reynandi þess vegna að stórlækka þá.

Eru stýrivextirnir kannski alfarið ákvarðaðir af Alþjóðagjaldeyrissjóðnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Verðbólgan ríkir áfram því opinberir aðilar hækka allt sem þeir geta og þá helst einmitt þá liði sem telja í vísitölunni.
Matthías.

Ár & síð, 15.1.2009 kl. 15:43

2 identicon

Hið opinbera virðist reyndar ákveðið í að halda verðbólgu áfram hárri. Þannig var frétt um að herbergisleiga á Grund hefði hækkað um rúmlega 100% milli desember-janúar. Ég geri mér samt vonir um að vægi annara hluta sem lækkað hafa á þessum tíma vegi meira í mælingunni.

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband