Söngvakeppni Sjónvarpsins - Besta lagið vann!

Það er engin spurning um að það var besta lagið sem vann söngvakeppnina í kvöld. Lag Óskars Páls Sveinssonar, Is It True, var áberandi besta lagið og vann þó að ég hefði verið farinn að efast undir lokin.

Þannig fannst mér Jóhanna Guðrún vera með betri hárgreiðslu og kjól í undanúrslitunum en núna og einnig fannst mér hún fara illa út af síðustu línu lagsins í kvöld, línu sem endurtekin var nokkrum sinnum á meðan atkvæðagreiðslan fór fram.

En það sem munaði kannski mestu var að flutningur lagsins sem ég hélt sigurstranglegast, Got No Love, klúðraðist herfilega. Eins kom lagið sem Jógvan flutti, I Think The World Of You, illa út. Lagið Lygin ein, heppnaðist nær óaðfinnanlega en komst samt ekki í efstu tvö sætin

Lagið Undir regnbogann sem hafnaði í öðru sæti, var svo mikið stolið að það var eins gott að það komst ekki alla leið.

Í bloggheimum eru flestir ánægðir með sigur Jóhönnu Guðrúnar, en þó má sjá einstaka neikvætt blogg um úrslitin. Þeim langar mig að senda þessa stuttmynd sem sínir mátt jákvæðninnar:

http://www.flixxy.com/validation-short-film.htm?a=0


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

hvaðan er undir regnboganum stolið?

GK, 14.2.2009 kl. 23:43

2 identicon

Á Bylgjunni var í gærmorgun spiluð byrjun á einhverju dönsku lagi sem var nákvæmlega eins og byrjunin á Undir regnboganum.

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:50

3 identicon

"Undir regnbogann" minnir á norska lagið "Scared of Heights" með Espen Lind: http://www.youtube.com/watch?v=seQ9N3LeB2c

Skúffustrumpurinn (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:48

4 identicon

Flott lag og flutningur hjá Jóhönnu! Pirrar mig samt á stað í laginu þar sem Jóhanna syngur "was it you..." en bakraddirnar syngja "watch it you..." Þetta á eftir að slípa og verður eflaust eitt af okkar allra bestu framlögum til Eurvision. Munið Eurovision Song Contest er söngvakeppni en ekki "freak show". Og í lokin, ekki veitir af að senda toppsöngkonu og lag út til að bæta ímynd Íslands!!

Kalli (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband