Sparnaðarhugmynd
16.2.2009 | 13:57
Sé það rétt sem fræðingar hafa verið að halda fram síðustu árin; að veðurfar fari hlýnandi, þá er ýmislegt sem mætti á því spara.
Til dæmis er þá óþarfi að byggja vegi eins háa og maður hefur víða séð úti á landi. Vegirnir hafa verið gerðir svona háir vegna ímyndaðra snjóalaga, en það að hafa vegina óþarflega háa gerir lagningu þeirra dýrari og vegina hættulega í akstri því stórhættulegt er að fara út af slíkum vegum.
Hugsanlega má einnig spara í einangun húsa - eða hvað? Einangrun húsa er óvíða meiri en á Íslandi.
Áburðarverð stórhækkaði í fyrra og önnur stórhækkun er til viðbótar á þessu ári. Vonandi gerir hlýrri tíð jafnmikla áburðarnotkun óþarfa. Reyndar hefur verið nefnt að afgangar frá sjávarútvegi gætu líka nýst til áburðargjafar.
Nú er meiri þörf á að hugsa út fyrir kassann (eins og maður hefur heyrt sagt hjá svo mörgum fyrirlesurum síðustu árin) en nokkru sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.