Jacksons minnst
7.7.2009 | 11:43
Kannski er það eðlilegt að fólkið sem mesta hefur hæfileikana skuli vera nítt niður af öðru fólki eða hvað? Sjálfsagt hafa sálfræðingar eitthvað nafn yfir þetta. Michael Jackson hafði ótvírætt gríðarlega hæfileika þó að hann væri alls ekki eins og fólk flest er. Á bloggheimum má sjá hvar Dolly Parton (sem einnig hefur ómælda hæfileika) minnist Jacksons. Í athugasemdum eftir þá vinarkveðju eru ljótar athugasemdir um þau bæði:
http://www.youtube.com/watch?v=XqaV1PnDJBU
Á Íslandi á þetta athæfi sér einnig stað. Þá er ég t.d. að hugsa um Bubba Morthens sem er afburða snillingur í tónlistinni. Þegar einhver frétt er um Bubba á netinu þá koma ómerkilegustu athugasemdir um hann. Reyndar þá oftast frá nafnlausum aðilum.
Hér er upptaka frá æfingu Jacksons, tveimur dögum fyrir andlát hans, þar sem hann var að æfa fyrir tónleikahald sem hann var að fara í til Bretlands:
http://www.youtube.com/watch?v=YM3hzALnHX8
Athugasemdir
tónlistarsmekkur
kalli (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.