Hversu öruggt er farþegaflug?
24.9.2009 | 19:10
Nú vill svo til að eftir mánuð flýg ég með fjölskyldu minni í stutta heimsókn til Seattle í Bandaríkjunum.
Dóttir mín hefur áhyggjur af því að smitast af svínaflensu í fluginu. Ég sá frétt á NBC um daginn þar sem fram kom að hættan sem flugfarþegar væru í að smitast af svínaflensunni í flugi væri mjög lítil. Hættan sé lítil þar sem loftið um borð er í sífelldri hringrás þar sem það er hreinsað með góðum síum. Hættan er þó fyrir hendi ef sýktur einstaklingur situr nálægt þér og er hóstandi eða hnerrandi.
Svo heyrði ég í dag í breska útvarpinu að áhöfnum flugvéla væri hætt við menguðu lofti um borð, sem fylgdi lofti sem sótt er inn í flugvélina frá hreyflum þeirra. Nefndar voru tvær flugvélagerðir sem væru hættulegar með þetta, BAe146 og Boeing 757. Boeing 757 eru einmitt flugvélarnar sem Icelandair notar. Þegar ég athugaði þetta á vefnum www.aerotoxic.org þá sé ég að þarna er átt við flugvélina 757-300 sem Icelandair notar ekki til Seattle flugs. Í það flug notar Icelandair flugvélina 757-200.
Icelandair á eina 757-300 vél en hún hefur minna flugdrægi en 200 útgáfan. Seattle flugið er það lengsta í áætlun Icelandair og sagði einn flugmaður mér að flugvélarnar rétt næðu til Seattle á síðustu dropunum svo 757-300 vélarnar eru tæplega nýttar til Seattle flugs. Í flugvélunum er flugeftirlitsbúnaður sem metur stöðugt hvort eldsneytið dugi til áfangastaðar + hugsanlegt hringflug og að ná þaðan til næsta varaflugvallar. Flugmenn gætu því valið að lenda á flugvelli á leiðinni til eldsneytistöku ef sýnt er að eldsneytið sé ekki nægjanlegt.
Athugasemdir
Ertu viss um það Davíð? Icelandair á báðar vélargerðir og notar þær til held ég á alla áfangastaði.
Af: http://www.icelandair.is/information/about-icelandair/world-wide-sites/
Í dag notar Icelandair Boeing 757-200 og 757-300 þotur í áætlunarflug
Valdimar Tryggvason (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.