Windows 7 - sólskinsblettur í heiði

Í rúmt ár höfum við heyrt endalausar hörmungarfréttir af íslenskum efnahagsmálum. Síðustu vikur bætist svo við svínaflensan sem virðist leggja flesta.

En... eins og Jónas Hallgrímsson sagði;

en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss

Á morgun 22. október er opinber útgáfudagur Windows 7. Allt bendir til að þetta sé afar vel heppnað stýrikerfi og hvet ég fólk því til að kaupa það sem fyrst. Nokkrar ástæður fyrir því eru:

1. Ef þú þekkir Windows þá er lítið mál fyrir þig að læra á Windows 7.
2. Eldri Windows gögn ganga á Windows 7.
3. Windows 7 er furðu "létt" og virðist ganga vel á eldri tölvum.
4. Eftir efnahagshrun fyrir ári er Microsoft með afar hagstæða gengisskráningu fyrir Ísland. Mjög hagstæð kaup núna.
5. Windows 7 þykir hafa mjög gott safn rekla þannig að það þekkir nánast öll eldri tæki.
6. Gæði Windows hefur aldrei verið meira.
7. Öryggi Windows aldrei meira.


mbl.is Sala á Windows 7 að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Þetta er nú gott og blessað, Davíð. Ár síðan ég endurnýjaði tölvu og greiddi þá drjúgan skilding fyrir Windows Vista - gat fyrir bragðið ekki lengur notað annars ágætan prentara. Og nú eiga allir að borga Bill Gates 20 þúsund í viðbót. Held ég láti það bíða. Ég er hvort eð er búinn að kaupa nýjan prentara.

Jón Daníelsson, 21.10.2009 kl. 18:33

2 identicon

Jón,

Ef þú ætlar að bíð vertu þá allavega viss um að þú sért að keyra Vista SP2 sem er mun skárri en SP1 og frumútgáfan. Þess fyrir utan er auðveldast að uppfæra úr SP2.

Halldór

Halldór J. Jörgensson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 07:21

3 identicon

Það er mjög kreppuvænt að hvetja fólk til þess að eyða í kringum 40.000kr. í eitthvað sem það þarf ekki. ;)

Ónafngreindur (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 09:27

4 identicon

Eftir að hafa prufað RC1 á Latitute D810(c.a. 4. ára) þá hef ég ákveðið að halda mig við XP.

Með Windows7 þá hefði þurft að bæta við sveif á vélina til þess eins að keyra ritil(word) og vafra almennilega.

W7 á gömlum vélum - jújú... virkar, hægir óþarflega á þeim = minni afköst frá þeim sem notar vélina.

W7 var að nota c.a. 650mb innra minni eftir að það var búið að slökkva á resource hogging hlutum. = ónothæft á eldri vélum.

Björn (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 14:24

5 identicon

Ónafngreindur:  Það er rétt hjá þér að enginn ætti að eiða 40.000kr í eitthvað sem viðkomandi þarf ekki, en hann getur keypt sér W7 fyrir því þar sem það kostar tæpar 16.000kr (sú útgáfa sem dugar þorra almennings).

 Björn: Ég tel full mikið að segja ónothæft á eldri vélum, það er vart til ódýrari uppfærsla fyrir tölvur en að stækka vinnsluminnið.  En það eru svo allt annað mál hvort uppfæra þurfi stýrikerfi tölvu sem gengur af gömlum vana.

Árni Þór (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband