Er þetta eitthvað Schengen rugl?
2.11.2009 | 18:12
Kom í morgun frá Seattle í Bandaríkjunum. Áður en farið var um borð þar þurftu allir að fara í gegnum nákvæmt öryggiseftirlit þar sem meðal annars þurfti að fara úr skóm og taka af sér belti. Það sama var upp á teningnum þegar farið var af stað frá Íslandi. Í báðum tilvikunum mátti ekki fara með neinn vökva um borð nema þann sem keyptur hafði verið í öruggri flugstöðinni.
Þetta getur maður skilið sem öryggisathugun vegna hugsanlegra hryðjuverka í flugi.
En þegar lent hafði verið í Keflavík í morgun var farþegum tilkynnt að þeir þyrftu að fara aftur í gegnum svona öryggisúttekt þar sem reglurnar væru ekki eins í Bandaríkjunum og í Evrópu!
Þarna var t.d. kókflaska tekin af mér sem ég hafði keypt í flugstöðinni í Seattle til að drekka í fluginu heim (sem ég gerði svo ekki).
En ég meina, hvaða rugl er þetta? Telja Evrópumenn að bandarískar flugöryggisreglur séu léttvægari en þær evrópsku? Að kókflaskan sem ég keypti í flugstöðinni í Seattle væri hugsanlega sprengja sem Bandaríkjmenn hefðu sleppt mér um borð með?
Svona rugl er bara óþarfa atvinnubótavinna fyrir tolleftirlitið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.