Bensínið er samt dýrt
3.11.2009 | 17:38
Var í Bandaríkjunum í síðustu viku og þar keypti ég bensín sem var meira en helmingi ódýrara en hér á Íslandi. Bensínið hér á Íslandi er 2,2 sinnum dýrara en það kostar á venjulegri vegabensínstöð á vesturströnd Bandaríkjanna. Samt eru Bandaríkjamenn mjög óánægðir með verðið sem þeim finnst brjálæðislega hátt.
Ísland og önnur vestur-Evrópuríki velja það hins vegar að skattleggja bensíndropann undir drep.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætla alls ekki að verja þessa okurálagningu hér heima. Athugaðu samt að bensínið þar er yfirleitt 87 okt. og hærra oktana bensín er dýrara.
Var í Danmörku í haust og þar var bensínlítrinn búinn að hækka um rétt 1 krónu danskar síðan fyrir tveim árum. Sem á núverandi gengi eru ca. 25 krónur.
karl (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:57
En þetta þýðir vísast 5+ króna hækkun næst þegar heimsmarkaðsverðið hækkar um nokkur cent.
Það eru ekki svo margar vikur síðan sjálfsafgreiðsluverð var undir 180 krónum :(
karl (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:58
Ég skil einfaldlega ekki hvaða þessi lækkun kemur... heimsmarkaðsverðið er með því hæsta í langan tíma og krónan lækkar og lækkar?
Arnar (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.