Breyting á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna snúin en nauðsynleg
7.11.2009 | 19:09
Ég var með fjölskylduna í Bandaríkjunum í síðustu viku. Húsbóndinn á heimilinu sem við heimsóttum hafði slitið hásin í körfubolta, vikunni áður. Hann er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og hefur ekki verið sjúkratryggður. Hann fór í aðgerð stuttu eftir óhappið og þurfti að greiða fyrir aðgerðina sjálfur.
Ég spurði hann hvort það hefði ekki verið rándýrt. Svar hans kom mér nokkuð á óvart. Hann sagði aðgerðina hafa kostað sem svaraði til þess að sjúkratryggja sig í eitt ár. Hann væri því enn í miklum gróða þar sem hann hefði verið ótryggður svo lengi.
En svo bætti hann því við að hann hefði fengið talsverðan afslátt á aðgerðinni þar sem hann þurfti að greiða hana sjálfur. Tryggingafélögin fengju ekki afslátt heldur þyrftu þau að greiða allt upp í topp.
Loks sagði hann að ef eitthvað stærra kæmi fyrir sig þá væri hann í slæmum málum og hann væri því harður á þeirri skoðun að heilbrigðiskerfinu yrði að breyta í þá átt sem Obama hefur lagt til.
Enn deilt um heilbrigðismál Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.