Fyrsta flug Draumfara gekk vel
16.12.2009 | 10:48
Í gær fór hin nýja farþegaþota Boeing 787 Dreamliner í sitt fyrsta flug. Þegar slíkar þotur fara í sitt fyrsta tilraunaflug þá gilda ákveðnar reglur um hvernig veðrið má vera; svo sem hiti, rakastig, vindhraði og skyggni en veðrið í gær í og við Seattle þar sem Boeing verksmiðjurnar eru rétt slapp til. Þá eru einnig reglur um hvað megi leggja á vélina í fyrsta fluginu þannig að hún var ekki tekin neitt sérstaklega til kostanna í gær. Það bíður seinni tilraunaferða sem Boeing ætlar að gefa sér heilt ár til. Þannig er t.d. gert ráð fyrir að vélin komi til tilrauna til Íslands, væntanlega þá til að reyna flugtök og lendingar í miklum hliðarvindi.
Flugstjóri þessarar fyrstu ferðar, Mike Carriker, sagði að ekkert hefði komið á óvart og var ánægður með fyrsta flug vélarinnar.
Hér má sjá frétt NBC um fyrsta flugið í gær.
Athugasemdir
Vá, að fá að fljúga svona vél fyrstur mann hlýtur að vera stórkostlegt. Tilfinningin, þegar nef vélarinnar lyftist og "climb" byrjar. Í fyrsta skipti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.